Fótbolti

Við breyttumst þegar Messi kom inn á

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Messi og David Beckham komu báðir inn á sem varamenn í kvöld.
Messi og David Beckham komu báðir inn á sem varamenn í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Markaskorarinn Pedro segir að það hafi breytt miklu að fá Lionel Messi inn á völlinn í kvöld.

Pedro skoraði jöfnunarmark Barcelona gegn PSG í síðari leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en það tryggði Börsungum sæti í undanúrslitum keppninnar.

Lionel Messi var tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla en hann kom inn á sem varamaður um miðjan seinni hálfleikinn. Stuttu síðar skoraði Pedro en Messi átti þátt í undirbúningnum.

„Messi er afar mikilvægur leikmaður og stóð sig frábærlega eftir að hann kmo inn á. Við breyttumst eftir að hann kom inn og við verðum að þakka honum fyrir það.“

„Það skiptir okkur ekki mála hvaða lið við fáum í undanúrslitunum því þau verða öll erfið.“

Auk Barcelona eru Real Madrid, Dortmund og Bayern München komin í undanúrslitin. Dregið verður á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Innkoma Messi breytti öllu

Barcelona slapp með skrekkinn gegn franska liðinu PSG í kvöld og komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á útivallamarkareglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×