Sport

Viktor Ben Evrópumeistari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Viktor Ben á pallinum með íslenska fánann.
Viktor Ben á pallinum með íslenska fánann.
Viktor Ben Gestsson úr Breiðabliki vann til gullverðlauna í +120 kg flokki drengja á Evrópumóti unglina í kraftlyftingum í Prag í Tékklandi í gær.

Á heimasíðu Kraftlyftingasambands Íslands kemur fram að Viktor hafi leikið á Rússann Yakovlov sem hafi klúðrað sinni síðustu réttstöðulyftu og fyrir vikið misst af gullinu.

Viktor lyfti 225 – 232,5 – 242,5 í hnébeygju án þess að blása úr nös. Hann tók 180-190-200 kg álíka auðveldlega á bekknum og hafði þá fengið 18 hvít ljós. Í réttstöðu lyfti hann 230 og 240 og lagði svo allt undir með 255 í þriðju tilraun. Það reyndist of þungt og hann endaði í 682,5 kg sem er 25 kg persónuleg bæting. Það dugði honum í fyrsta sætið samanlagt.

Viktor Ben ásamt Grétari Hrafnssyni landsliðsþjálfara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×