Íslandsmeistararnir á ÍM 50 í sundi í dag - myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2013 21:57 Hrafnhildur í 200 metra bringusundi Mynd/Daníel Öðrum degi Íslandsmeistaramótsins í 50 metra laug er lokið og voru átta Íslandsmeistarar krýndir í úrslitahlutanum í dag. Sundsambandið var með yfirlit yfir daginn á heimasíðu sinni og Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók myndirnar hér fyrir ofan.Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nærri því að slá Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi þegar hún sigraði í greininni í kvöld. Hrafnhildur synti á 2:27,81 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:27,11 mínútur. Hún náði A-lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið en það er 2:27,88 mínútur. Hrafnhildur var á betri tíma fyrstu 150 metrana í dag en þegar hún setti Íslandsmet sitt. Síðustu 50 metrarnir voru hinsvegar erfiðir en enginn sundmaður hélt henni við efnið því næsti keppandi var 17 sekúndum á eftir í mark. Það var hin unga Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, ÍRB, dóttir Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, Íslandsmethafa og meistara í sundi.Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hjó nærri eigin Íslandsmeti í 200 m baksundi þegar hún kom fyrst í mark á 2.11,98 mínútum. Önnur varð Íris Ósk Hilmarsdóttir ÍRB á 2.20,77 mínútum.Anton Sveinn McKee úr Ægi var 11 sekúndum frá eigin meti í 1500 m skriðsundi en vann engu að síður yfirburðarsigur á 15.38,58 mínútum. Næstur varð Færeyingurinn Oli Mortensen á 16.08,20 sem er færeyskt unglingamet. Arnór Stefánsson, SH, varð þriðji á tímanum 16:26,16 mínútum.Ingibjörg K. Jónsdóttir úr SH varð fyrst í 100 m skriðsundi kvenna en SH vann þrefalt í þeirri grein. Ingibjörg synti á 57,38 sekúndum, Karen Sif Vilhjálmsdóttir varð önnur á 57,90 og Snjólaug Hansdóttir hafnaði síðan í þriðja sætinu.Orri Freyr Guðmundsson úr SH varð íslandsmeistari í 100m skriðsundi karla á tímanum 52,64 sekúndum. Annar varð Alex Jóhannesson KR á tímanum 52,79 sekúndum og þriðji í þessari grein varð Aron Örn Stefánsson ÍRB á tímanum 52,87 sekúndum. Daniel Hannes Pálsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í 200 m flugsundi karla á 2.08,14 mínútum. Sveinbjörn Pálmi Karlsson úr Breiðabliki varð annar og Baldvin Sigmarsson úr ÍRB þriðji.Rebekka Jaferian úr Ægi varð Íslandsmeistari í 400 m skriðsundi á 4.32,24 mínútum. Bára K. Björgvinsdóttir úr SH varð önnur á tímanum 4:34,24 mínútum og Birta María Falsdóttir úr ÍRB kom þriðja í mark á tímanum 4:40,09 mínútum. Loks vann Færeyingurinn Bartal Hofgaard Hestoy 200 m bringusund karla á 2.26,49 mínútum og bætti færeyska landsmetið um leið. Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í greininni en hann kom annar í mark á 2:29.28 mínútum. Baldvin Sigmarsson úr ÍRB varð þriðji á tímanum 2:34,01 mínútum. Sund Tengdar fréttir Þau bestu synda í Laugardalnum Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum. 11. apríl 2013 11:15 Hrafnhildur náði HM-lágmarki Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar. 12. apríl 2013 18:43 Anton Sveinn bætti Íslandsmet | Úrslit dagsins Anton Sveinn McKee bætti í dag Íslandsmetið í 400 m skriðsundi karla en hann deildi áður metinu með Erni Arnarsyni. 11. apríl 2013 18:42 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Öðrum degi Íslandsmeistaramótsins í 50 metra laug er lokið og voru átta Íslandsmeistarar krýndir í úrslitahlutanum í dag. Sundsambandið var með yfirlit yfir daginn á heimasíðu sinni og Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók myndirnar hér fyrir ofan.Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nærri því að slá Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi þegar hún sigraði í greininni í kvöld. Hrafnhildur synti á 2:27,81 mínútum en Íslandsmet hennar er 2:27,11 mínútur. Hún náði A-lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótið en það er 2:27,88 mínútur. Hrafnhildur var á betri tíma fyrstu 150 metrana í dag en þegar hún setti Íslandsmet sitt. Síðustu 50 metrarnir voru hinsvegar erfiðir en enginn sundmaður hélt henni við efnið því næsti keppandi var 17 sekúndum á eftir í mark. Það var hin unga Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, ÍRB, dóttir Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, Íslandsmethafa og meistara í sundi.Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi hjó nærri eigin Íslandsmeti í 200 m baksundi þegar hún kom fyrst í mark á 2.11,98 mínútum. Önnur varð Íris Ósk Hilmarsdóttir ÍRB á 2.20,77 mínútum.Anton Sveinn McKee úr Ægi var 11 sekúndum frá eigin meti í 1500 m skriðsundi en vann engu að síður yfirburðarsigur á 15.38,58 mínútum. Næstur varð Færeyingurinn Oli Mortensen á 16.08,20 sem er færeyskt unglingamet. Arnór Stefánsson, SH, varð þriðji á tímanum 16:26,16 mínútum.Ingibjörg K. Jónsdóttir úr SH varð fyrst í 100 m skriðsundi kvenna en SH vann þrefalt í þeirri grein. Ingibjörg synti á 57,38 sekúndum, Karen Sif Vilhjálmsdóttir varð önnur á 57,90 og Snjólaug Hansdóttir hafnaði síðan í þriðja sætinu.Orri Freyr Guðmundsson úr SH varð íslandsmeistari í 100m skriðsundi karla á tímanum 52,64 sekúndum. Annar varð Alex Jóhannesson KR á tímanum 52,79 sekúndum og þriðji í þessari grein varð Aron Örn Stefánsson ÍRB á tímanum 52,87 sekúndum. Daniel Hannes Pálsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í 200 m flugsundi karla á 2.08,14 mínútum. Sveinbjörn Pálmi Karlsson úr Breiðabliki varð annar og Baldvin Sigmarsson úr ÍRB þriðji.Rebekka Jaferian úr Ægi varð Íslandsmeistari í 400 m skriðsundi á 4.32,24 mínútum. Bára K. Björgvinsdóttir úr SH varð önnur á tímanum 4:34,24 mínútum og Birta María Falsdóttir úr ÍRB kom þriðja í mark á tímanum 4:40,09 mínútum. Loks vann Færeyingurinn Bartal Hofgaard Hestoy 200 m bringusund karla á 2.26,49 mínútum og bætti færeyska landsmetið um leið. Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð Íslandsmeistari í greininni en hann kom annar í mark á 2:29.28 mínútum. Baldvin Sigmarsson úr ÍRB varð þriðji á tímanum 2:34,01 mínútum.
Sund Tengdar fréttir Þau bestu synda í Laugardalnum Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum. 11. apríl 2013 11:15 Hrafnhildur náði HM-lágmarki Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar. 12. apríl 2013 18:43 Anton Sveinn bætti Íslandsmet | Úrslit dagsins Anton Sveinn McKee bætti í dag Íslandsmetið í 400 m skriðsundi karla en hann deildi áður metinu með Erni Arnarsyni. 11. apríl 2013 18:42 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Þau bestu synda í Laugardalnum Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum. 11. apríl 2013 11:15
Hrafnhildur náði HM-lágmarki Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar. 12. apríl 2013 18:43
Anton Sveinn bætti Íslandsmet | Úrslit dagsins Anton Sveinn McKee bætti í dag Íslandsmetið í 400 m skriðsundi karla en hann deildi áður metinu með Erni Arnarsyni. 11. apríl 2013 18:42