Cabrera og Snedeker leiða Masters | Tiger á smá von 13. apríl 2013 23:16 Angel Cabrera. AP/Getty Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker eru efstir og jafnir á Masters-mótinu í golfi fyrir lokahringinn. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari. Báðir kylfingar léku á þrem höggum undir pari í dag líkt og Adam Scott sem er í þriðja sæti á sex höggum undir pari. Ástralinn Jason Day var lengi vel í forystunni en hann missti algjörlega flugið undir lokin. Slíkt hið sama gerði hinn reyndi Bandaríkjamaður, Fred Couples. Day er í fjórða sæti á fimm höggum undir pari eins og landi sinn Marc Leishman. Day lék á einu höggi yfir pari í dag en Leishman var á parinu. Matt Kuchar er einn í sjötta sæti á fjórum höggum undir pari en þar á eftir koma Tim Clark og Tiger Woods á þrem höggum undir pari. Tiger var refsað með tveimur höggum fyrir hringinn og hann bætti það upp með því að leika á tveim höggum undir pari í dag. Hann er enn með í baráttunni en ef hann hefði ekki fengið þessa refsingu væri hann aðeins tveim höggum á eftir efstu mönnum. Lokadagurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og Sport HD og hefst útsending á morgun klukkan 18.00.Staðan: 1.-2.: Angel Cabrera -7 1.-2.: Brandt Snedeker -7 3. Adam Scott -6 4.-5.: Marc Leishman -5 4.-5: Jason Day -5 6. Matt Kuchar -4 7.-8.: Tim Clark -3 7.-8: Tiger Woods -3 Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker eru efstir og jafnir á Masters-mótinu í golfi fyrir lokahringinn. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari. Báðir kylfingar léku á þrem höggum undir pari í dag líkt og Adam Scott sem er í þriðja sæti á sex höggum undir pari. Ástralinn Jason Day var lengi vel í forystunni en hann missti algjörlega flugið undir lokin. Slíkt hið sama gerði hinn reyndi Bandaríkjamaður, Fred Couples. Day er í fjórða sæti á fimm höggum undir pari eins og landi sinn Marc Leishman. Day lék á einu höggi yfir pari í dag en Leishman var á parinu. Matt Kuchar er einn í sjötta sæti á fjórum höggum undir pari en þar á eftir koma Tim Clark og Tiger Woods á þrem höggum undir pari. Tiger var refsað með tveimur höggum fyrir hringinn og hann bætti það upp með því að leika á tveim höggum undir pari í dag. Hann er enn með í baráttunni en ef hann hefði ekki fengið þessa refsingu væri hann aðeins tveim höggum á eftir efstu mönnum. Lokadagurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og Sport HD og hefst útsending á morgun klukkan 18.00.Staðan: 1.-2.: Angel Cabrera -7 1.-2.: Brandt Snedeker -7 3. Adam Scott -6 4.-5.: Marc Leishman -5 4.-5: Jason Day -5 6. Matt Kuchar -4 7.-8.: Tim Clark -3 7.-8: Tiger Woods -3
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira