Greg Norman á stóran þátt í titlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2013 23:59 „Ég veit ekki hvernig þetta gerðist. Margt hefur breyst á tveimur árum,“ sagði Adam Scott. Nýbakaður sigurvegari á Masters átti erfitt með að koma tilfinningum í orð þegar græni jakkinn var í sjónmáli. Scott hefur aldrei áður sigrað á risamóti í golfi en komst skuggalega nálægt því á Opna breska meistaramótinu á síðasta ári. Hann átti frábæran endasprett í kvöld og tryggði sér sigurinn á tíundu holu, þeirri annarri í umspili við Angel Cabrera, með frábæru pútti. „Það er ótrúlegt að vera í þessari stöðu,“ sagði Scott sem viðurkenndi að vera vel meðvitaður um hungur Ástrala eftir sigur á Masters. „Algjörlega. Ég reyni að hugsa ekki um svoleiðis hluti. Ég reyndi bara að spila eitt högg í einu í dag. Ástralar eru stoltir þegar kemur að golfinu. Þetta var eini titillinn sem okkur vantaði. Það er stórkostlegt að það hafi komið í minn hlut að landa titlinum,“ sagði Scott.Bubba Watson klæðir Adam Scott í græna jakkann eftirsótta.Þrátt fyrir að Ástralir hafi átt fjölmarga frábæra kylfinga í gegnum tíðina þá hefur einn haft meiri áhrif en aðrir. „Greg Norman er sá sem við lítum allir upp til. Hann á stóran hluta í þessum titli,“ sagði Scott sem virkaði með stáltaugar á lokaholum hringsins sem og í bráðabananum. „Að setja þessi pútt til að tryggja sér sigur er stórkostleg tilfinning.“ Golf Tengdar fréttir Adam Scott vann Masters eftir umspil Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna. 14. apríl 2013 23:04 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvernig þetta gerðist. Margt hefur breyst á tveimur árum,“ sagði Adam Scott. Nýbakaður sigurvegari á Masters átti erfitt með að koma tilfinningum í orð þegar græni jakkinn var í sjónmáli. Scott hefur aldrei áður sigrað á risamóti í golfi en komst skuggalega nálægt því á Opna breska meistaramótinu á síðasta ári. Hann átti frábæran endasprett í kvöld og tryggði sér sigurinn á tíundu holu, þeirri annarri í umspili við Angel Cabrera, með frábæru pútti. „Það er ótrúlegt að vera í þessari stöðu,“ sagði Scott sem viðurkenndi að vera vel meðvitaður um hungur Ástrala eftir sigur á Masters. „Algjörlega. Ég reyni að hugsa ekki um svoleiðis hluti. Ég reyndi bara að spila eitt högg í einu í dag. Ástralar eru stoltir þegar kemur að golfinu. Þetta var eini titillinn sem okkur vantaði. Það er stórkostlegt að það hafi komið í minn hlut að landa titlinum,“ sagði Scott.Bubba Watson klæðir Adam Scott í græna jakkann eftirsótta.Þrátt fyrir að Ástralir hafi átt fjölmarga frábæra kylfinga í gegnum tíðina þá hefur einn haft meiri áhrif en aðrir. „Greg Norman er sá sem við lítum allir upp til. Hann á stóran hluta í þessum titli,“ sagði Scott sem virkaði með stáltaugar á lokaholum hringsins sem og í bráðabananum. „Að setja þessi pútt til að tryggja sér sigur er stórkostleg tilfinning.“
Golf Tengdar fréttir Adam Scott vann Masters eftir umspil Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna. 14. apríl 2013 23:04 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Adam Scott vann Masters eftir umspil Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna. 14. apríl 2013 23:04