Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Hjörtur Hjartarson skrifar 15. apríl 2013 22:01 Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. Á meðal þeirra sem hafa fallið á árinu eru íþróttamenn í dansi og keilu. Alls hafa 23 íþróttamenn verið dæmdir fyrir lyfjamisnotkun undanfarin 12 ár. Í flestum tilfellum tóku íþróttamennirnir inn efedrín eða stera. Í fimm tilfellum greindust kannabisefni í líkama íþróttamanna en þrátt fyrir að flokkast ekki sem frammistöðu aukandi lyf eru þau ólögleg. Einungis fjórir einstaklingar hafa hlotið keppnisbönn fyrir lyfjamisnotkun frá 2007 og því óvenju mörg mál á borði lyfjanefndar nú. Það hefur þó þrisvar sinnum gerst að fjórir íþróttamenn hafi fallið á lyfjaprófi á sama árinu. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ sagði í samtali við fréttastofu í dag að um 50 lyfjapróf hafi verið tekin það sem af er ári sem er svipað og undanfarin ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu koma íþróttamennirnir sem um ræðir úr ólíkum áttum. Þeir keppa undir merkjum fimm mismundandi sérsambanda, þar á meðal Körfuknattleikssambandi Íslands, Danssambandi Íslands og Keilusambandi Íslands. Skúli vildi ekki tjá sig um hvaða ólöglegu efni hefðu greinst hjá íþróttamönnunum sem um ræðir nema að þau væru öll á bannlista. Málin fimm eru mislangt komin í kerfinu, fjögur hafa þegar verið send til dómstóls ÍSÍ og má reikna má með að dómur falli í tveimur þeirra í næstu viku. Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira
Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. Á meðal þeirra sem hafa fallið á árinu eru íþróttamenn í dansi og keilu. Alls hafa 23 íþróttamenn verið dæmdir fyrir lyfjamisnotkun undanfarin 12 ár. Í flestum tilfellum tóku íþróttamennirnir inn efedrín eða stera. Í fimm tilfellum greindust kannabisefni í líkama íþróttamanna en þrátt fyrir að flokkast ekki sem frammistöðu aukandi lyf eru þau ólögleg. Einungis fjórir einstaklingar hafa hlotið keppnisbönn fyrir lyfjamisnotkun frá 2007 og því óvenju mörg mál á borði lyfjanefndar nú. Það hefur þó þrisvar sinnum gerst að fjórir íþróttamenn hafi fallið á lyfjaprófi á sama árinu. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ sagði í samtali við fréttastofu í dag að um 50 lyfjapróf hafi verið tekin það sem af er ári sem er svipað og undanfarin ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu koma íþróttamennirnir sem um ræðir úr ólíkum áttum. Þeir keppa undir merkjum fimm mismundandi sérsambanda, þar á meðal Körfuknattleikssambandi Íslands, Danssambandi Íslands og Keilusambandi Íslands. Skúli vildi ekki tjá sig um hvaða ólöglegu efni hefðu greinst hjá íþróttamönnunum sem um ræðir nema að þau væru öll á bannlista. Málin fimm eru mislangt komin í kerfinu, fjögur hafa þegar verið send til dómstóls ÍSÍ og má reikna má með að dómur falli í tveimur þeirra í næstu viku.
Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira