Sport

Fimleikalandsliðið keppir í Rússlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Evrópumeistaramótið í áhaldafimleikum hófst í Moskvu í Rússlandi í dag en Ísland sendi sex keppendur til þátttöku.

Karlarnir keppa á miðvikudag og konurnar á fimmtudag, þar sem keppt verður í fjölþraut og á einstökum áhöldum. Úrslit í fjölþraut fara fram á föstudag en úrslit á einstökum áhöldum um helgina.

Ólafur Garðar Gunnarsson og Thelma Rut Hermannsdóttir, bæði úr Gerplu, eru núverandi Íslandsmeistarar í fjölþraut og á meðal keppenda.

Þetta er annað tveggja stærstu verkefna Íslands á árinu. Hitt er þátttaka landsliðsins á smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í byrjun júní.

Landslið Íslands:

Dominiqua Alma Belányi, Gróttu

Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerplu

Ólafur Garðar Gunnarsson, Gerplu

Sigurður Andrés Sigurðsson, Ármanni

Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu

Tinna Óðinsdóttir, Gerplu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×