Sport

Vilja passa upp á lottópeningana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Laugardalur
Laugardalur Mynd/Gunnar V. Andrésson
Fjölmargar tillögur liggja fyrir 71. Íþróttaþingi ÍSÍ sem haldið verður á Hótel Reykjavík Natura um helgina. Í tveimur þeirra er Alþingi hvatt til þess að standa vörð um Íslenska Getspá.

Töluverð umræða hefur verið um þær tekjur sem íþróttahreyfingin hefur upp úr sölu í leikjum sem Íslensk Getspá fyrir hér á landi. Oftar en einu sinni hefur þeirri hugmynd verið velt upp hvort menningarstarfsemi hér á landi eigi að fá sinn skerf af kökunni.

Í tillögunni segir að standa þurfi vörð um framtíð Íslenskrar getspár með tilliti til þess mikilvæga hlutverks sem fyrirtækið gegni með fjárframlögum til íþrótta- og ungmennafélaga auk öryrkja.

Í annarri tillögu sem lýtur að getraunum eru sérsamböndin hvött til þess að gera ekki samstarfssamninga við sambærilega erlenda getraunafyrirtæki enda hafi þau ekki starfsleyfi á Íslandi.

„Það vekur sérstaka athygli að enn komast erlendir aðilar upp með að auglýsa, þó í fáum fjölmiðlum, án þess að ríkisvaldið og lögregluyfirvöld hafi brugðist við," segir í tillögunni.

Allar tillögurnar sem liggja fyrir þinginu má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×