Sport

Þorbjörg verðlaunuð

Þorbjörg með verðlaun sín.
Þorbjörg með verðlaun sín. Mynd/UÍA
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blakkona úr Þrótti, er íþróttamaður UÍA árið 2012. Þetta var tilkynnt á þingi sambandsins sem haldið var í Neskaupstað á sunnudag.

Þorbjörg Ólöf var kjölfestan í ungu liði Þróttar sem á árinu varð í öðru sæti í bæði Íslandsmóti og bikar þrátt fyrir að hafa misst nær allt byrjunarliðið í upphafi keppnistímabils. Hún var valin í íslenska landsúrtakið og frelsingi ársins í Mikasa-deild kvenna.

Auk þess að keppa í íþróttinni hefur Þorbjörg gegnt ýmsum störfum fyrir bæði Blaksambandið og blakdeild Þróttar. Til dæmis má nefna að hún var mótsstjóri á yngri flokka móti sem haldið var í Neskaupstað um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×