Hann var vel með á nótunum KR-ingurinn sem tippaði á miðvikudagsseðilinn hjá Íslenskum getraunum í gær.
Kappinn, sem merkti seðilinn með póstnúmerinu 107, var með alla þrettán leikina á seðlinum rétta. Hann tvítryggði fjóra leiki og greiddi 304 krónur fyrir.
Niðurstaðan átta milljónir króna í vasann því vinningar í Íslenskum getraunum eru skattfrjálsir.
KR-ingur átta milljónum ríkari
