Sport

Frábær sigur hjá kvennalandsliðinu í íshokkí

Stefán Árni Pálsson skrifar
Thelma Guðmundsdóttir
Thelma Guðmundsdóttir Mynd. / www.ihi.is
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann Suður-Afríku, 5-1, í B-riðli 2. deildar á heimsmeistaramótinu sem fram fer þessa daganna á Spáni.

Ísland hóf leikinn sérstaklega vel og það tók stelpurnar ekki nema 40 sekúndur að skora fyrsta markið en þar var að verki hin 16 ára gamla Thelma María Guðmundsdóttir eftir frábæra sendingu frá Birnu Baldursdóttir.

Næsta mark Íslendinga kom nokkrum mínútum síðar þegar Kristín Ingadóttir skoraði en á fyrstu ellefu mínútum leiksins höfðu íslensku stelpurnar skorað fjögur mörk.

Suður-Afríka náði að minnka muninn í 4-1 áður en fyrsti leikhluti kláraðist. Íslenska liðið gerði ekkert mark í öðrum leikhluta en þær innsigluðu sigurinn með fimmta markinu í þriðja leikhlutanum.

Íslenska liðið mætir Króatíu á miðvikudaginn kl 11:00 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×