Argentínumaðurinn Lionel Messi haltraði af velli í leik PSG Og Barcelona í kvöld. Messi hefur líklega tognað aftan í læri.
Læknar Barcelona-liðsins tóku enga áhættu með Messi og hann spilaði því ekkert í síðari hálfleik. Hann meiddist rétt fyrir hlé.
Messi mun fara í rannsóknir á morgun er liðið verður aftur komið til Spánar. Þá ætti að koma í ljós hversu lengi Messi verður frá.
Landi Messi, Javier Mascherano, meiddist einnig í kvöld og var borinn af velli sex mínútum fyrir leikslok.
Mascherano verður frá í fjórar til sex vikur að því er Jordi Roura aðstoðarþjálfari sagði í kvöld.
Fótbolti