Kallar Thatcher gamla norn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 09:02 Bresku blöðin fjalla ítarlega um feril Thatcher í dag. Nordicphotos/Getty Óhætt er að segja að Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sé minnst með ólíkum hætti. Íþróttastjörnur Breta hafa tjáð sig og eru skiptar skoðanir um Thatcher sem lést í gær 87 ára gömul. Thatcher, sem gengdi stöðu forsætisráðherra frá árinu 1979-1990, vakti ekki mikla lukku í fótboltaheiminum þegar hún vildi koma því til leiðar að allir áhorfendur á knattspyrnuleikjum þyrftu að ganga með kort til að sanna einkenni sitt. Þá var dauða Thatcher bókstaflega fagnað meðal sumra stuðningsmanna Liverpool í gær en forsætisráðherrann fyrrverandi var harðlega gagnrýnd fyrir afstöðu sína í Hillsborough-slysinu árið 1989. Þá létu 96 stuðningsmenn Liverpool lífið í bikarleik gegn Nottingham Forest í Sheffield. Stuðningsmönnum Liverpool var lengi vel sjálfum kennt um slysið. Í september á síðasta ári var þó gefin út skýrsla sem sýndi fram á sakleysi stuðningsmanna. Skipulagi og lögreglu hefði verið um að kenna. Thatcher stóð með lögregluyfirvöldum í málinu sem fullyrtu að ölvaðir stuðningsmenn utan við völlinn hefðu orsakað slysið. Þeirri sögu lögreglunnar treysti Thatcher. Thatcher ásamt íþróttamálaráðherra Breta og fleirum á Hillsborough-vellinum í Sheffield eftir harmleikinn í maí 1989.Nordicphotos/Getty Gary Lineker, næstmarkahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins í knattspyrnu, komst ágætlega að orði. „Fáir hafa klofið fólk í fylkingar á sama hátt og barónessan Thatcher. Elskuð og hötuð til jafns en enginn gleymir henni," sagði Gary Lineker á Twitter. Brian Moore, ruðningsstjarna Englendinga, tók aðeins dýpra í árinni. „Hvíldu í friði Margaret Thatcher. Ég kunni ekki að meta stjórnmálaskoðanir hennar en hún var algjör risi í stjórnmálaheiminum." Moore hlaut sterk viðbrögð frá hluta fylgjenda sinna á Twitter og svaraði fyrir sig: „Þeir sem eru ósáttir og spyrja hvers vegna ég úthúða ekki Thatcher og stjórnmálaaðferðum hennar, hér er svarið: Hún dó í gær og ég er ekki fáviti." Það þarf ekki að koma neinum á óvart að viðbrögð Joey Barton vöktu sérstaka athygli. Barton hefur ekki verið þekktur fyrir að skafa af skoðunum sínum. „Ríkið ætti ekki að standa að útför hennar. Margir hötuðu hana. Fólkir syrgir í suðri en fagnar í norðri," skrifaði Barton sem var ekki hættur. „Það er mín skoðun að fólk horfi á verk hennar með óbragð í munni. Það sem hún gerði verkamannastéttinni mun lifa áfram þótt henni sé kastað ofan í grafreitinn," skrifaði Barton og enn hélt hann áfram: „Ég gæti sagt hvíldu í friði en það væru ekki hreinskilin skilaboð. Ef himnaríki væri til væri ekkert bláss fyrir þessa gömlu norn þar," skrifaði Barton. Ruðningsgoðsögnin Will Carling tók upp hanskann fyrir Thatcher: „Sorglegt að heyra tíðindin af andláti Margaret Thatcher í morgun. Ég fylgist ekki mikið með stjórnmálum en hún var leiðtogi ólíkt mörgum sem hugsa aðeins um fjölmiðla og vinsældir." Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með. Fótbolti Bretland England Hillsborough-slysið Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Sjá meira
Óhætt er að segja að Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sé minnst með ólíkum hætti. Íþróttastjörnur Breta hafa tjáð sig og eru skiptar skoðanir um Thatcher sem lést í gær 87 ára gömul. Thatcher, sem gengdi stöðu forsætisráðherra frá árinu 1979-1990, vakti ekki mikla lukku í fótboltaheiminum þegar hún vildi koma því til leiðar að allir áhorfendur á knattspyrnuleikjum þyrftu að ganga með kort til að sanna einkenni sitt. Þá var dauða Thatcher bókstaflega fagnað meðal sumra stuðningsmanna Liverpool í gær en forsætisráðherrann fyrrverandi var harðlega gagnrýnd fyrir afstöðu sína í Hillsborough-slysinu árið 1989. Þá létu 96 stuðningsmenn Liverpool lífið í bikarleik gegn Nottingham Forest í Sheffield. Stuðningsmönnum Liverpool var lengi vel sjálfum kennt um slysið. Í september á síðasta ári var þó gefin út skýrsla sem sýndi fram á sakleysi stuðningsmanna. Skipulagi og lögreglu hefði verið um að kenna. Thatcher stóð með lögregluyfirvöldum í málinu sem fullyrtu að ölvaðir stuðningsmenn utan við völlinn hefðu orsakað slysið. Þeirri sögu lögreglunnar treysti Thatcher. Thatcher ásamt íþróttamálaráðherra Breta og fleirum á Hillsborough-vellinum í Sheffield eftir harmleikinn í maí 1989.Nordicphotos/Getty Gary Lineker, næstmarkahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins í knattspyrnu, komst ágætlega að orði. „Fáir hafa klofið fólk í fylkingar á sama hátt og barónessan Thatcher. Elskuð og hötuð til jafns en enginn gleymir henni," sagði Gary Lineker á Twitter. Brian Moore, ruðningsstjarna Englendinga, tók aðeins dýpra í árinni. „Hvíldu í friði Margaret Thatcher. Ég kunni ekki að meta stjórnmálaskoðanir hennar en hún var algjör risi í stjórnmálaheiminum." Moore hlaut sterk viðbrögð frá hluta fylgjenda sinna á Twitter og svaraði fyrir sig: „Þeir sem eru ósáttir og spyrja hvers vegna ég úthúða ekki Thatcher og stjórnmálaaðferðum hennar, hér er svarið: Hún dó í gær og ég er ekki fáviti." Það þarf ekki að koma neinum á óvart að viðbrögð Joey Barton vöktu sérstaka athygli. Barton hefur ekki verið þekktur fyrir að skafa af skoðunum sínum. „Ríkið ætti ekki að standa að útför hennar. Margir hötuðu hana. Fólkir syrgir í suðri en fagnar í norðri," skrifaði Barton sem var ekki hættur. „Það er mín skoðun að fólk horfi á verk hennar með óbragð í munni. Það sem hún gerði verkamannastéttinni mun lifa áfram þótt henni sé kastað ofan í grafreitinn," skrifaði Barton og enn hélt hann áfram: „Ég gæti sagt hvíldu í friði en það væru ekki hreinskilin skilaboð. Ef himnaríki væri til væri ekkert bláss fyrir þessa gömlu norn þar," skrifaði Barton. Ruðningsgoðsögnin Will Carling tók upp hanskann fyrir Thatcher: „Sorglegt að heyra tíðindin af andláti Margaret Thatcher í morgun. Ég fylgist ekki mikið með stjórnmálum en hún var leiðtogi ólíkt mörgum sem hugsa aðeins um fjölmiðla og vinsældir." Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.
Fótbolti Bretland England Hillsborough-slysið Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Sjá meira