Dortmund skoraði tvö í uppbótartíma og komst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2013 14:38 Nordicphotos/Getty Dortmund komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir hádramatískan sigur á spænska liðinu Malaga á heimavelli í kvöld. Malaga var yfir, 2-1, þegar venjulegur leiktími rann út. Dortmund þurfti því tvö mörk og það tókst innan næstu þriggja mínútuna. Marco Reus skoraði fyrst og varnarmaðurinn Felipe Santana reyndist svo hetja þýska liðsins er hann skoraði sigurmarkið með því að ýta boltanum yfir línuna af mjög stuttu færi. Fimm dómurum leiksins yfirsást á einhvern ótrúlegan hátt sú staðreynd að Santana var kolrangstæður. Síðara mark Malaga var þó einnig rangstaða og mætti segja að mistök dómarakvintettsins hafi jafnast út. Ótrúlegur viðsnúningur á leiknum því á 82. mínútu hafði Malaga komist yfir. Mikill fögnuður braust út í leikslok en gestirnir voru skiljanlega niðurbrotnir. Fyrirfram virtist Malaga eiga litla möguleika á sigri enda hafði Dortmund unnið alla heimaleiki sína í Meistaradeildinni og verið í góðu formi í þýsku úrvalsdeildinni. Malaga var einnig án tveggja sterkra varnarmanna sem voru í leikbanni. En Spánverjarnir komust svo yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar að Joaquin átti fínt skot að marki úr erfiðri stöðu rétt utan vítateigs. Þar sem fyrri leiknum lauk með jafntefli var ljóst að Dortmund þurfti þá tvö mörk til að komast áfram í undanúrslitin. Jöfnunarmarkið kom á 39. mínútu en þar var Robert Lewandowski að verki eftir glæsilegan undirbúning Marco Reus. Hann átti sendingu inn fyrir vörn gestanna með lúmskri hælsendingu og eftirleikurinn var einfaldur fyrir Pólverjann öfluga. Bæði lið fengu ágæt færi í upphafi síðari hálfleiks sókn Dortmund þyngdist eftir því sem leið á leikinn. Lewandowski skoraði mark var var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Reus og Mario Götze fengu svo dauðafæri með stuttu millibili en í bæði skiptin náði Willy, markvörður Malaga, að bjarga á undraverðan hátt. Markið lá í loftinu fyrir þá þýsku en þá komst Malaga í skyndisókn. Julio Baptista sendi boltann inn að marki og Eliseu ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Eliseu tók mikla áhættu með því að koma við boltann sem virtist hvort eð er á leiðinni í markið. Endursýningar í sjónvarpi sýndu svo að hann var rangstæður og hefði markið því átt vera dæmt ógilt. Malaga virtist vera með unna stöðu en Þjóðverjarnir gáfust ekki upp og unnu sem fyrr segir undraverðan sigur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir "Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Dortmund komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir hádramatískan sigur á spænska liðinu Malaga á heimavelli í kvöld. Malaga var yfir, 2-1, þegar venjulegur leiktími rann út. Dortmund þurfti því tvö mörk og það tókst innan næstu þriggja mínútuna. Marco Reus skoraði fyrst og varnarmaðurinn Felipe Santana reyndist svo hetja þýska liðsins er hann skoraði sigurmarkið með því að ýta boltanum yfir línuna af mjög stuttu færi. Fimm dómurum leiksins yfirsást á einhvern ótrúlegan hátt sú staðreynd að Santana var kolrangstæður. Síðara mark Malaga var þó einnig rangstaða og mætti segja að mistök dómarakvintettsins hafi jafnast út. Ótrúlegur viðsnúningur á leiknum því á 82. mínútu hafði Malaga komist yfir. Mikill fögnuður braust út í leikslok en gestirnir voru skiljanlega niðurbrotnir. Fyrirfram virtist Malaga eiga litla möguleika á sigri enda hafði Dortmund unnið alla heimaleiki sína í Meistaradeildinni og verið í góðu formi í þýsku úrvalsdeildinni. Malaga var einnig án tveggja sterkra varnarmanna sem voru í leikbanni. En Spánverjarnir komust svo yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar að Joaquin átti fínt skot að marki úr erfiðri stöðu rétt utan vítateigs. Þar sem fyrri leiknum lauk með jafntefli var ljóst að Dortmund þurfti þá tvö mörk til að komast áfram í undanúrslitin. Jöfnunarmarkið kom á 39. mínútu en þar var Robert Lewandowski að verki eftir glæsilegan undirbúning Marco Reus. Hann átti sendingu inn fyrir vörn gestanna með lúmskri hælsendingu og eftirleikurinn var einfaldur fyrir Pólverjann öfluga. Bæði lið fengu ágæt færi í upphafi síðari hálfleiks sókn Dortmund þyngdist eftir því sem leið á leikinn. Lewandowski skoraði mark var var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Reus og Mario Götze fengu svo dauðafæri með stuttu millibili en í bæði skiptin náði Willy, markvörður Malaga, að bjarga á undraverðan hátt. Markið lá í loftinu fyrir þá þýsku en þá komst Malaga í skyndisókn. Julio Baptista sendi boltann inn að marki og Eliseu ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Eliseu tók mikla áhættu með því að koma við boltann sem virtist hvort eð er á leiðinni í markið. Endursýningar í sjónvarpi sýndu svo að hann var rangstæður og hefði markið því átt vera dæmt ógilt. Malaga virtist vera með unna stöðu en Þjóðverjarnir gáfust ekki upp og unnu sem fyrr segir undraverðan sigur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir "Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
"Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti