Innistæðueigendur þurfa að þola mikinn skell Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. mars 2013 17:31 Laikibanki á Kýpur. Mynd/ AFP. Innistæðueigendur í Kýpurbanka, sem eiga meira en 100 þúsund evrur inni á reikningum (16 milljónir króna) gætu tapað meira en 60% af innistæðum sínum vegna láns Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Um 38% af innistæðum verða hlutabréf. Um 22,5% fara síðan inn í sjóð sem ber enga vexti og verða síðan hugsanlega afskrifaðir að fullu. Vextir verða greiddir af öðrum 40% en þeir verða ekki greiddir nema að rekstur bankans gangi vel. Mark Lowen, fréttaritari BBC, segir að það hafi alltaf verið vitað að innistæðueigendur í Kýpurbanka myndu þurfa að taka mikinn skell vegna efnahagsumbótanna sem á að ráðast í á Kýpur. Þetta sé hins vegar meira en nokkra hefði grunað. Yfirvöld í Kýpur segja að innistæðueigendur í Laikibanka, öðrum stærsta banka á Kýpur, muni hugsanlega þurfa að taka á sig meiri skell. Hins vegar hefur ekkert fengist staðfest um það. Yfirvöld segja að Kýpurbanki muni fyrr en varir taka yfir Laiki.Meira má lesa um málið á fréttavef BBC. Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Innistæðueigendur í Kýpurbanka, sem eiga meira en 100 þúsund evrur inni á reikningum (16 milljónir króna) gætu tapað meira en 60% af innistæðum sínum vegna láns Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Um 38% af innistæðum verða hlutabréf. Um 22,5% fara síðan inn í sjóð sem ber enga vexti og verða síðan hugsanlega afskrifaðir að fullu. Vextir verða greiddir af öðrum 40% en þeir verða ekki greiddir nema að rekstur bankans gangi vel. Mark Lowen, fréttaritari BBC, segir að það hafi alltaf verið vitað að innistæðueigendur í Kýpurbanka myndu þurfa að taka mikinn skell vegna efnahagsumbótanna sem á að ráðast í á Kýpur. Þetta sé hins vegar meira en nokkra hefði grunað. Yfirvöld í Kýpur segja að innistæðueigendur í Laikibanka, öðrum stærsta banka á Kýpur, muni hugsanlega þurfa að taka á sig meiri skell. Hins vegar hefur ekkert fengist staðfest um það. Yfirvöld segja að Kýpurbanki muni fyrr en varir taka yfir Laiki.Meira má lesa um málið á fréttavef BBC.
Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira