Sport

Klessti á antilópu og varð að hætta keppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er von á ýmsu þegar þú keppir í fjallahjólreiðum og þá erum við ekki bara að tala um mismundandi gæði og gerð brautarinnar. Því fékk einn keppandi i Cape Epic-hjólreiðakeppninni í Suður-Afríku að kynnast á mánudaginn var.

Austurríski hjólreiðakappinn Robert Mennen varð nefnilega að hætta keppni eftir að hafa klesst á antilópu í fyrsta hluta keppninnar. Antilópan stökk skyndilega fyrir framan hjól Robert Mennen sem datt illa.

Robert Mennen meiddist þarna á viðbeini og varð því að hætta strax keppni. Hann burðaðist með hjólið sitt til baka sárþjáður en ekkert fréttist af afdrifum antilópunnar.

Mennan var með myndavél á hjólinu sínu og það er því hægt að sjá áreksturinn óvænta hér fyrir neðan. Það er óhætt að segja að heppnin hafi ekki verið með Austurríkismanninum því hann var í hóp annarra hjólreiðakappa sem sluppu allir við þennan óvænta senuþjóf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×