Sport

"Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Þrumuræða Elsu Sæný vakti HK-menn til lífsins.
Þrumuræða Elsu Sæný vakti HK-menn til lífsins.
Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni.

Elsa tók leikhlé í þriðju hrinu og lét sína menn gjörsamlega heyra það. „Hvað í andskotanum eru þið að gera. Eruð þið virkilega svona hræddir við að vera hérna og ætla að vinna. Þið vorkennið sjálfum ykkur svo mikið að það er viðbjóður að sjá ykkur spila. Takið ykkur saman í andlitinu," sagði Elsa Sæný við sína leikmenn.

HK-menn vöknuðu eftir þrumuræðu frá Elsu en liðið var nánast búið að tapa hrinunni þegar hér var komið við sögu. Staðan eftir þriðju hrinu var 1-2 fyrir Stjörnunni en ræða Elsu hefur greinilega vakið Kópavogsmenn til lífisins því þeir unnu næstu tvær hrinur og urðu bikarmeistarar.

Á vef Rúv má sjá þessu ótrúlegu ræðu Elsu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×