Þrumuveður stoppaði Tiger Woods Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2013 09:15 Tiger Woods. Mynd/AP Tiger Woods er í góðum málum á Arnold Palmer golfmótinu í Flórída en það tókst þó ekki að klára leik í gær vegna þrumuveðurs sem gekk þá yfir á Bay Hill vellinum í Orlando. Mikil rigning og rok varð til þess að allir kylfingarnir voru kallaðir inn og keppni var frestað þar til í dag. Starfsmenn vallarins þurfa nú að vinna baki brotnu við að laga völlinn áður en hann er leikfær á ný. Það síðasta sem Tiger Woods gerði áður en keppni var hætt var að setja niður rúmlega þriggja metra pútt á annarri holu og ná þriggja högga forskoti. Keppni mun væntanlega vera framhaldið í dag. Tiger Woods getur þá bæði tryggt sér sigur á mótinu sem og efsta sætið á heimslistanum en hann mun taka það af Norður-Íranum Rory McIlroy takist honum að vinna. Tiger Woods hefur ekki verið á toppi heimslistans í 29 mánuði eftir að hafa verið þar á undan í 623 vikur í efsta sætinu. Vinni Woods verður það hans 77. sigur á PGA-mótaröðinni og vantar þá bara fimm sigra til að jafna met Sam Snead. Woods hefur unnið sjö sinnum áður á Bay Hill vellinum í Orlando. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er í góðum málum á Arnold Palmer golfmótinu í Flórída en það tókst þó ekki að klára leik í gær vegna þrumuveðurs sem gekk þá yfir á Bay Hill vellinum í Orlando. Mikil rigning og rok varð til þess að allir kylfingarnir voru kallaðir inn og keppni var frestað þar til í dag. Starfsmenn vallarins þurfa nú að vinna baki brotnu við að laga völlinn áður en hann er leikfær á ný. Það síðasta sem Tiger Woods gerði áður en keppni var hætt var að setja niður rúmlega þriggja metra pútt á annarri holu og ná þriggja högga forskoti. Keppni mun væntanlega vera framhaldið í dag. Tiger Woods getur þá bæði tryggt sér sigur á mótinu sem og efsta sætið á heimslistanum en hann mun taka það af Norður-Íranum Rory McIlroy takist honum að vinna. Tiger Woods hefur ekki verið á toppi heimslistans í 29 mánuði eftir að hafa verið þar á undan í 623 vikur í efsta sætinu. Vinni Woods verður það hans 77. sigur á PGA-mótaröðinni og vantar þá bara fimm sigra til að jafna met Sam Snead. Woods hefur unnið sjö sinnum áður á Bay Hill vellinum í Orlando.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira