Ákveðið var í seint gærkvöldi að hafa alla banka á Kýpur lokaða í dag og á morgun.
Ekki var gefin nein skýring á þessu en í erlendum fjölmiðlum segir að almennt sé talið að stjórnvöld á Kýpur óttist allsherjar áhlaup á bankana um leið og þeir verða opnaðir.
Fyrir liggur að einhverjar takmarkanir verða settar á úttektir almennings af reikningum sínum þegar bankarnir loks opna.
Þá kemur fram að innistæðueigendur í Laiki banka sem á að leggja niður hafa getað tekið út fé sitt í gegnum útibú bankans í Rússlandi. Einnig hefur verið hægt að taka út innistæður úr Kýpurbanka í gegnum útibú hans í Bretlandi.
Bankar á Kýpur lokaðir í dag og á morgun
