Í gærkvöld setti tæknirisinn mynd af símanum á Twitter-síðu sína en þeir pössuðu sig að sjálfsögðu á því að gefa ekki of mikið upp. Myndin segir nánast ekki neitt um útlit símans.
En myndin er nóg til þess að aðdáendur snjallsímans geta vart haldið vatni yfir kynningunni, sem fer fram á fimmtudaginn.
