Viðskipti erlent

Boeing prófar nýtt rafhlöðukerfi í Dreamliner þotunum

Allr líkur eru á að Dreamliner þotur Boeing verksmiðjanna komist á loft að nýju innan skamms.

Flugmálastjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt áætlun Boeing um breytingar á rafhlöðukerfi Dremliner þotanna. Hinsvegar verði að gera verði ítarlegar prófanir og greiningar áður en þoturnar verða teknar í notkun að nýju.

Boeing hefur fengið leyfi til nota tvær Dreamliner þotur til að prófa nýja rafhlöðukerfið.

Allar Dreamliner þotur sem voru í notkun í heiminum voru kyrrsettar í janúar s.l. vegna galla í rafhlöðukerfi þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×