Íslenski boltinn

Knattspyrnumaður á þing

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pétur Georg Markan, leikmaður BÍ/Bolungarvíkur, tók í gær sæti á Alþingi sem varamaður Marðar Árnasonar.

Pétur er þriðji varaþingmaður Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann segir í samtali við Fótbolta.net að þetta verði þó hans síðustu þingstörf í bili.

„Ég ákvað að gefa þessu frí eftir þetta kjörtímabil," sagði Pétur en Alþingiskosningar fara fram í næsta mánuði. „Ég ætla svo að sjá til hvernig málin þróast. Ég á örugglega eftir að stíga meira inn á þennan vettvang."

Pétur er ekki fyrsti knattspyrnumaðurinn sem fer á þing. Ingi Björn Albertsson var enn leikmaður Vals þegar hann fór á þing fyrir Borgaraflokkinn 1987.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×