Fótbolti

Juventus mætir Bayern | Barcelona til Parísar

Stærstu lið Evrópu sluppu ágætlega þegar að dregið var í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu í dag.

Barcelona á erfitt verkefni fyrir höndum en liðið drógst gegn PSG. Ítalíumeistarar Juventus mæta svo Þýskalandsmeisturum Bayern München.

Real Madrid og Dortmund fengu líklega lægst skrifuðustu liðin sem komust í fjórðungsúrslit keppninnar.

Ekkert enskt lið er í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar frá Englandi en Tottenham, Newcastle og Chelsea komust öll áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson leikur með Tottenham.

Dregið verður í Evrópudeildinni klukkan 11.40 og má sjá beina útsendingu hér fyrir ofan.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum en úrslitaleikur Evrópudeildarinnar í Amsterdam.

Meistaradeild Evrópu:

Malaga - Dortmund

Real Madrid - Galatasaray

PSG - Barcelona

Bayern München - Juventus

Leikirnir fara fram 2./3. og 9./10. apríl.

Evrópudeild UEFA:

Chelsea, Newcastle, Tottenham, Lazio, Benfica, Rubin Kazan, Basel og Fenerbahce.

Leikirnir fara fram 4. og 11. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×