Íslandsmeistaramótinu í skvassi lauk í gær en Róbert Fannar Halldórsson varð Íslandsmeistari karla í sjötta sinn á ferlinum.
Hann hafði betur gegn Arnþóri Jóni Þorvarðarsyni í úrslitaleiknum, 6-1. Matthías Jónsson hafnaði í þriðja sæti.
Í kvennaflokki varð Rósa Jónsdóttir Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Hildi Ólafsdóttur í úrslitaleik, 3-0. Dagný Ívarsdóttir fékk brons en þetta var ellefti Íslandsmeistaratitill Rósu frá upphafi.
Þess má geta að bróðir Róberts, Halldór Fannar, varð meistari í A-flokki karla en úrslitin má sjá öll hér fyrir neðan:
Meistaraflokkur karla:
1. Róbert Fannar Halldórsson
2. Arnþór Jón Þorvarðsson
3. Matthías Jónsson
Meistaraflokkur kvenna:
1. Rósa Jónsdóttir
2. Hildur Ólafsdóttir
3. Dagný Ívarsdóttir
Stúlkur 15 ára og yngri:
1. Anna Pálína Sigurðardóttir
2. Kristín Erla Guðmundsdóttir
3. Ólöf Pálína Sigurðardóttir
Stúlkur 17 ára og yngri:
1. Svana Helgadóttir
2. Viktoría Von Jóhannsdóttir
3. Anna Hafliðadóttir
Drengir 17 ára yngri:
1. Jón Orri Aronsson
2. Adam Björgvinsson
3. Gabríel Snorrason
A-flokkur karla:
1. Halldór Fannar Halldórsson
2. Ásgeir Már Arnarsson
3. Grímkell Sigurjónsson
Róbert og Hildur Íslandsmeistarar í skvassi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn