KA tryggði sér sæti í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir sigur á Stjörnunni í dag. KA mætir HK í lokaúrslitunum.
Þetta var oddaleikur KA og Stjörnunnar í undanúrslitum og var hann æsispennandi. Stjörnumenn komust yfir í lotum, 2-1, og voru svo nálægt því að tryggja sér sigur í fjórðu lotunni.
Stjarnan komst næst því þegar staðan var 23-20, Garðbæingum í vil, en KA skoraði síðustu fimm stigin í lotunni og tryggði sér þannig oddalotu sem norðanmenn unnu örugglega, 15-9.
Róbert Hlöðversson skoraði 31 stig fyrir Stjörnuna í dag en Piotr Kempisty 30 fyrir KA.
HK tryggði sér sigur í lokaúrslitunum með tveimur sigrum á Þrótti frá Neskaupsstað í sinni undanúrslitarimmu.
KA áfram í lokaúrslitin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn