Viðskipti erlent

Neyðarfundur á þingi Kýpur í dag

Neyðarfundur verður haldinn á þingi Kýpur í dag þar sem ræða á samkomulagið um neyðarlánið sem Kýpur hefur gert við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópubandalagið.

Mikil reiði ríkir meðal Kýpurbúa vegna þess að eitt af skilyrðum fyrir láninu er skattur á allar bankainnistæður á eyjunni, mismunandi eftir upphæðum eða frá 6,75% og í tæp 10%. Sökum þessa hafa allir hraðbankar á Kýpur tæmst yfir helgina. Á móti skattinum fá innistæðueigendur verðlaus hlutabréf í viðkomandi banka upp á sömu upphæð og skatturinn.

Ekki er búist við að þingið samþykki neyðarlánið í dag.

Almennt er talið að fyrrgreindur skattur sé tilkominn til að neyða rússneska auðmenn til að taka þátt í að bjarga Kýpur frá þjóðargjaldþroti. Vitað er að gífurlegar upphæðir, bæði löglegar og ólöglegar, hafa verið fluttar frá Rússlandi og í geymslu í bönkum á Kýpur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×