Staðan á Kýpur hefur valdið töluverðri skelfingu meðal fjárfesta víða um heiminn. Vísitölur á hlutabréfamörkuðum bæði í Asíu í nótt og Evrópu í morgun hafa lækkað töluvert.
Nikkei vísitalan í Tókýó lækkaði um 2,7% í nótt og Hang Seng vísitalan lækkaði um 2%.
Það voru svo rauðar tölur á flest öllum mörkuðum í Evrópu í morgun. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um 1,4%, Dax vísitalan í Frankfurt um 1,7% og Cac 40 vísitalan í París hefur lækkað um rúm 2%.
Staðan á Kýpur skelfir markaði
