Sport

Fjögur komust í landsliðin í strandblaki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli
Karl Sigurðsson, landsliðsþjálfari í strandblaki hefur valið leikmenn í landslið Íslands í strandblaki en liðin munu keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í Luxemborg sem hefjast í lok maí. Þetta kemur fram á heimasíðu Blaksambands Íslands.

Laufey Björk Sigmundsdóttir úr HK og Lilja Jónsdóttir úr Stjörnunni skipa kvennaliðið en Stjörnumennirnir Emil Gunnarsson og Eiríkur Ragnar Eiríksson eru í karlaliðinu.

"Æfingar eru í fullum gangi þessa dagana í frábærri aðstöðu í Sporthúsinu í Kópavogi, en þar hafa verið settir upp strandblakvellir innanhúss með sandi og öllu tilheyrandi. Þetta er mikil búbót fyrir strandblak á Íslandi því nú er í fyrsta sinn hægt að æfa íþróttina allan ársins hring en það kemur vonandi til með að minnka það forskot sem mótherjar landsliðanna frá heitari löndum hafa haft fram að þessu," segir í fréttinni á heimasíðu Blaksambands Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×