"Hefði væntanlega enginn sagt neitt við gulu spjaldi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2013 22:31 „Stundum liggur þetta á svona grensu. Hefði hann ekki verið rekinn útaf hefðu hinir orðið brjálaðir. Dómarinn túlkar það að hann hafi ekki farið varlega eins og honum ber," segir Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar KSÍ. Rautt spjald á Portúgalann Nani breytti gangi viðureignar Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld til muna. Heimamenn leiddu með einu marki þegar Nani var rekinn af velli eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Nani setti þá takkana í kviðinn á Alvaro Arbeloa, varnarmanni Real Madrid þar sem þeir reyndu báðir að ná til boltans. Arbeloa lá meiddur eftir og skömmu síðar, flestum að óvörum, lyfti tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakirrauða spjaldinu. Manni fleiri skoruðu gestirnir frá Madrid tvívegis og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Atvikið umdeilda má sjá frá fjölmörgum sjónarhornum í spilaranum hér fyrir ofan. „Hann náttúrulega metur það sem svo að hann sparki í hann og skapi andstæðingi sínum hættu. Menn vilja þó kannski meina að Nani hafi ekki vitað af manninum o.s.frv. Dómarinn metur þetta sem svo að hann hreinlega sparki í andstæðinginn og sé alvarlega grófur leikur," segir Gylfi Þór sem gat sér gott orð fyrir dómgæslu á sínum tíma. Aðspurður hvort máli skipti að brot Nani hafi verið óviljandi segir Gylfi: „Þegar þú ert inni á vellinum áttu að gæta þess að skapa ekki andstæðingnum hættu. Það skiptir auðvitað máli (innsk: hvort um óviljaverk eða ekki sé að ræða) en ef þú sparkar í magann eða ferð með takkana í kviðinn á andstæðingnum, það er ekki leyft," segir Gylfi Þór. Hann veltir því þó fyrir sér hvort allir hefðu ekki orðið sáttir með gult spjald. „Það hefði væntanlega enginn sagt neitt þótt það hefði verið gult spjald. Ef hann hefði sýnt það sem menn vilja stundum kalla „common sense"," segir Gylfi Þór. Eftirlitsmaður UEFA fylgist með dómurum í hverju verkefni. Aðspurður um hvernig hann muni taka á málunum segir Gylfi: „Hann fer auðvitað bara yfir öll mikilvægu atvik leiksins. Ef hann er þeirrar skoðunar að dómarinn hafi gert mistök fær hann stóran mínus. En þessi maður var valinn til þess að dæma þennan leik vegna þess að hann hefur staðið sig frábærlega í vetur." Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55 Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07 Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Sjá meira
„Stundum liggur þetta á svona grensu. Hefði hann ekki verið rekinn útaf hefðu hinir orðið brjálaðir. Dómarinn túlkar það að hann hafi ekki farið varlega eins og honum ber," segir Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar KSÍ. Rautt spjald á Portúgalann Nani breytti gangi viðureignar Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld til muna. Heimamenn leiddu með einu marki þegar Nani var rekinn af velli eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Nani setti þá takkana í kviðinn á Alvaro Arbeloa, varnarmanni Real Madrid þar sem þeir reyndu báðir að ná til boltans. Arbeloa lá meiddur eftir og skömmu síðar, flestum að óvörum, lyfti tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakirrauða spjaldinu. Manni fleiri skoruðu gestirnir frá Madrid tvívegis og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Atvikið umdeilda má sjá frá fjölmörgum sjónarhornum í spilaranum hér fyrir ofan. „Hann náttúrulega metur það sem svo að hann sparki í hann og skapi andstæðingi sínum hættu. Menn vilja þó kannski meina að Nani hafi ekki vitað af manninum o.s.frv. Dómarinn metur þetta sem svo að hann hreinlega sparki í andstæðinginn og sé alvarlega grófur leikur," segir Gylfi Þór sem gat sér gott orð fyrir dómgæslu á sínum tíma. Aðspurður hvort máli skipti að brot Nani hafi verið óviljandi segir Gylfi: „Þegar þú ert inni á vellinum áttu að gæta þess að skapa ekki andstæðingnum hættu. Það skiptir auðvitað máli (innsk: hvort um óviljaverk eða ekki sé að ræða) en ef þú sparkar í magann eða ferð með takkana í kviðinn á andstæðingnum, það er ekki leyft," segir Gylfi Þór. Hann veltir því þó fyrir sér hvort allir hefðu ekki orðið sáttir með gult spjald. „Það hefði væntanlega enginn sagt neitt þótt það hefði verið gult spjald. Ef hann hefði sýnt það sem menn vilja stundum kalla „common sense"," segir Gylfi Þór. Eftirlitsmaður UEFA fylgist með dómurum í hverju verkefni. Aðspurður um hvernig hann muni taka á málunum segir Gylfi: „Hann fer auðvitað bara yfir öll mikilvægu atvik leiksins. Ef hann er þeirrar skoðunar að dómarinn hafi gert mistök fær hann stóran mínus. En þessi maður var valinn til þess að dæma þennan leik vegna þess að hann hefur staðið sig frábærlega í vetur."
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55 Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07 Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Sjá meira
Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55
Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti