Sunna Valgerðar fékk verðlaun fyrir umfjöllun ársins 9. mars 2013 16:10 Baldur Hrafnkell Jónsson, kvikmyndatökumaður, Sunna Valgerðardóttir, blaðamaður, Gunnar V. Andrésson ljósmyndari og Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður. Sunna Valgerðardóttir blaðakona á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla, heildstæða og vel unna röð fréttaskýringa um stöðu geðfatlaðra, þegar blaðamannaverðlaunin voru tilkynnt í dag. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2, fékk verðlaun í flokknum fagmennska fyrir myndskeiðið FOK. Þá fékk Baldur Hrafnkell Jónsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2, verðlaun fyrir fréttamyndskeið ársins, sem ber heitið Rúlletta. Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson á Fréttablaðinu fékk verðlaun fyrir umhverfismynd ársins. Kjartan Þorbjörnsson, Golli, ljósmyndari á Morgunblaðinu átti mynd ársins, íþróttamynd ársins og myndaröð ársins að mati dómnefndar. Eyþór Árnason átti fréttamynd ársins, Haraldur Jónasson fékk verðlaun fyrir portrett ársins, Kristinn Magnússon fyrir tímaritamynd ársins og Ómar Óskarsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu fyrir daglegt líf.Freyr Einarsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, Baldur Hrafnkell Jónsson, kvikmyndatökumaður á Stöð 2, Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á Stöð2 og Kristján Már Unnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, fékk verðlaun fyrir viðtal ársins fyrir sérstaklega áhrifaríkt og sterkt viðtal við Eirík Inga Jóhannsson, sjómann sem komast lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst við Noregsstrendur. Þá fékk Jóhann Bjarni Kolbeinssom á fréttastofu RÚV verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins, fyrir uppljóstrandi og ítarlega umfjöllun um kadmíum í áburði annars vegar og notkun iðnaðarsalts í matvælum hins vegar. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson fékk svo blaðamannaverðlaun ársins fyrir merka umfjöllun og myndir af stórum pollum á Grænlandsjökli sem voru til marks um óvenju mikla bráðnun Grænlandsjökuls. Verðlaunin voru afhent í Gerðarsafni í Kópavogi síðdegis.Tilnefningarnar má sjá hér fyrir neðan:Umfjöllun ársinsEgill Ólafsson, Morgunblaðinu, fyrir vandaðan, skjótan og alhliða fréttaflutning af illviðri og snjókomu í september 2012, þar sem frá upphafi var dregin fram og skilgreind yfirvofandi ógn fyrir fólk og búfénað.Kristjana Guðbrandsdóttir, DV, fyrir viðamikinn og vandaðan greinaflokk um einhverfu, ýmsar birtingarmyndir hennar og vandamál við greiningu, ekki síst hjá stúlkum.Sunna Valgerðardóttir, Fréttablaðinu, fyrir áhrifamikla, heildstæða og vel unna röð fréttaskýringa um stöðu geðfatlaðra.RannsóknarblaðamennskaAndri Ólafsson, Stöð 2, fyrir afhjúpandi fréttir af aðkallandi fjárhagsvanda hjúkrunarheimilisins EIR.Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttastofu RÚV, fyrir uppljóstrandi og ítarlega umfjöllun um kadmíum í áburði annars vegar og notkun iðnaðarsalts í matvælum hins vegar.Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir að draga fram óbirtar og gagnrýnar skýrslur Ríkisendurskoðunar um bókhaldskerfi ríkisins og fyrir að varpa, ásamt Helga Seljan ljósi á umdeild atriði varðandi innleiðingu kerfisins.Viðtal ársinsAnna Brynja Baldursdóttir, Vikunni, fyrir opinskátt viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup sem tjáði sig þar með einlægum hætti um bæði persónuleg mál sín og atriði sem varða embættið.Sigmar Guðmundsson, Kastljósi, fyrir sérstaklega áhrifaríkt og sterkt viðtal við Eirík Inga Jóhannsson, sjómann sem komst lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst.Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir sérstaklega vel skrifað og lifandi mannlífsviðtal við eistneska tónlistarmanninn Valmar Valjaots.Blaðamannaverðlaun ársinsIngi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfjöllun um fiskveiðar Íslendinga við Afríku og ýmis skrif um viðskipti og uppgjör í kjölfar hrunsins.Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu, fyrir merka umfjöllun og myndir af stórum pollum á Grænlandsjökli sem voru til marks um óvenju mikla bráðnun Grænlandsjökuls.Una Sighvatsdóttir, Morgunblaðinu, fyrir greinaflokkinn Váin á vegum, þar sem fjallað var um umferðarslys frá mörgum sjónarmiðum með því að tvinna saman ýmsar fjölmiðlagáttir s.s. prentmiðilinn, netið, gagnvirka grafíska framsetningu og myndskeið. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Sunna Valgerðardóttir blaðakona á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla, heildstæða og vel unna röð fréttaskýringa um stöðu geðfatlaðra, þegar blaðamannaverðlaunin voru tilkynnt í dag. Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2, fékk verðlaun í flokknum fagmennska fyrir myndskeiðið FOK. Þá fékk Baldur Hrafnkell Jónsson, kvikmyndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2, verðlaun fyrir fréttamyndskeið ársins, sem ber heitið Rúlletta. Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson á Fréttablaðinu fékk verðlaun fyrir umhverfismynd ársins. Kjartan Þorbjörnsson, Golli, ljósmyndari á Morgunblaðinu átti mynd ársins, íþróttamynd ársins og myndaröð ársins að mati dómnefndar. Eyþór Árnason átti fréttamynd ársins, Haraldur Jónasson fékk verðlaun fyrir portrett ársins, Kristinn Magnússon fyrir tímaritamynd ársins og Ómar Óskarsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu fyrir daglegt líf.Freyr Einarsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, Baldur Hrafnkell Jónsson, kvikmyndatökumaður á Stöð 2, Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður á Stöð2 og Kristján Már Unnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, fékk verðlaun fyrir viðtal ársins fyrir sérstaklega áhrifaríkt og sterkt viðtal við Eirík Inga Jóhannsson, sjómann sem komast lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst við Noregsstrendur. Þá fékk Jóhann Bjarni Kolbeinssom á fréttastofu RÚV verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins, fyrir uppljóstrandi og ítarlega umfjöllun um kadmíum í áburði annars vegar og notkun iðnaðarsalts í matvælum hins vegar. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson fékk svo blaðamannaverðlaun ársins fyrir merka umfjöllun og myndir af stórum pollum á Grænlandsjökli sem voru til marks um óvenju mikla bráðnun Grænlandsjökuls. Verðlaunin voru afhent í Gerðarsafni í Kópavogi síðdegis.Tilnefningarnar má sjá hér fyrir neðan:Umfjöllun ársinsEgill Ólafsson, Morgunblaðinu, fyrir vandaðan, skjótan og alhliða fréttaflutning af illviðri og snjókomu í september 2012, þar sem frá upphafi var dregin fram og skilgreind yfirvofandi ógn fyrir fólk og búfénað.Kristjana Guðbrandsdóttir, DV, fyrir viðamikinn og vandaðan greinaflokk um einhverfu, ýmsar birtingarmyndir hennar og vandamál við greiningu, ekki síst hjá stúlkum.Sunna Valgerðardóttir, Fréttablaðinu, fyrir áhrifamikla, heildstæða og vel unna röð fréttaskýringa um stöðu geðfatlaðra.RannsóknarblaðamennskaAndri Ólafsson, Stöð 2, fyrir afhjúpandi fréttir af aðkallandi fjárhagsvanda hjúkrunarheimilisins EIR.Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttastofu RÚV, fyrir uppljóstrandi og ítarlega umfjöllun um kadmíum í áburði annars vegar og notkun iðnaðarsalts í matvælum hins vegar.Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir að draga fram óbirtar og gagnrýnar skýrslur Ríkisendurskoðunar um bókhaldskerfi ríkisins og fyrir að varpa, ásamt Helga Seljan ljósi á umdeild atriði varðandi innleiðingu kerfisins.Viðtal ársinsAnna Brynja Baldursdóttir, Vikunni, fyrir opinskátt viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup sem tjáði sig þar með einlægum hætti um bæði persónuleg mál sín og atriði sem varða embættið.Sigmar Guðmundsson, Kastljósi, fyrir sérstaklega áhrifaríkt og sterkt viðtal við Eirík Inga Jóhannsson, sjómann sem komst lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst.Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir sérstaklega vel skrifað og lifandi mannlífsviðtal við eistneska tónlistarmanninn Valmar Valjaots.Blaðamannaverðlaun ársinsIngi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfjöllun um fiskveiðar Íslendinga við Afríku og ýmis skrif um viðskipti og uppgjör í kjölfar hrunsins.Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu, fyrir merka umfjöllun og myndir af stórum pollum á Grænlandsjökli sem voru til marks um óvenju mikla bráðnun Grænlandsjökuls.Una Sighvatsdóttir, Morgunblaðinu, fyrir greinaflokkinn Váin á vegum, þar sem fjallað var um umferðarslys frá mörgum sjónarmiðum með því að tvinna saman ýmsar fjölmiðlagáttir s.s. prentmiðilinn, netið, gagnvirka grafíska framsetningu og myndskeið.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira