„Eins og að horfa á laminn selskóp“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2013 11:39 Lögreglumaðurinn Hilton Botha fer fyrir rannsókn málsins. Mynd/AP Verjandinn Barry Roux er sagður hafa hakkað lögreglumanninn Hilton Botha í sig í dómssalnum í Pretoria, Suður-Afríku, þar sem fram fara réttarhöld um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi. Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steencamp, til bana að morgni 14. febrúar og er hann grunaður um morð af yfirlögðu ráði. Sjálfur segir Pistorius að hann hafi talið að Steencamp væri innbrotsþjófur, en hún var skotin í gegn um baðherbergishurð. Roux gagnrýnir Botha og segir ógerlegt að greina raddir í 600 metra fjarlægð, en vitni segist hafa heyrt hávaðarifrildi frá heimili Pistoriusar skömmu fyrir skothvellina. Botha staðfestir að vitnið hafi ekki borið sérstaklega kennsl á raddir þeirra Pistoriusar og Steencamp. Þegar Botha játaði þessu upphófst mikill kliður í dómssalnum. Verjendur spretthlauparans segja meinta stera sem fundust á heimili íþróttamannsins vera lögleg náttúrulyf. Einnig bendir Roux á að þvagblaðra Steencamp hafi verið tóm og það styðji framburð Pistoriusar um að hún hafi farið á baðherbergið um nóttina.Verjandinn Barry Roux er harður í horn að taka.Mynd/GettyEkkert stangast á við framburðinn Þá reyndi Roux að draga úr trúverðugleika rannsóknarinnar og spurði Botha hvers vegna lögreglan hefði ekki gengið úr skugga um einföldustu hluti, eins og að athuga hvort Pistorius hefði hringt á sjúkrahús. Að lokum fékk Roux lögreglumanninn til að viðurkenna að engin sönnunargögn hefðu fundist í íbúð Pistoriusar sem stönguðust á við framburð hans. Hafði fréttamaður eNews Channel Africa á staðnum orð á því að yfirheyrslan yfir Botha væri „eins og að horfa á laminn selskóp". Stutt hlé var gert á gæsluvarðhaldsréttarhöldunum nú fyrir stuttu, en þau halda áfram innan skamms.Uppfært kl. 12:53Hlé verður gert á gæsluvarðhaldréttarhöldum til morguns. Pistorius virtist í meira jafnvægi í hádeginu en áður.Verjandinn hélt áfram að yfirheyra Botha og hlátrasköll heyrðust þegar lögreglumaðurinn sagði hættu á að Pistorius flýði land ef hann yrði látinn laus gegn tryggingu.Botha viðurkenndi einnig að hafa gengið um á vettvangi án skóhlífa. Slíkt er með öllu bannað og Botha viðurkenndi að það hefðu verið mistök. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius ákærður fyrir morð Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana. 15. febrúar 2013 06:00 BBC baðst afsökunar á að hafa spilað Jimi Hendrix lag Fréttastofa BBC hefur beðist afsökunar á að hafa spilað lag með tónlistarmanninum Jimi Hendrix að lokinni útvarpsfrétt þar sem fjallað var um réttarhöldin yfir Oscar Pistorius. 19. febrúar 2013 15:12 Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. 18. febrúar 2013 06:00 Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld. 18. febrúar 2013 15:22 Sterar á heimili Pistorius Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp. 18. febrúar 2013 10:17 Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. 20. febrúar 2013 10:27 Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20 Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Verjandinn Barry Roux er sagður hafa hakkað lögreglumanninn Hilton Botha í sig í dómssalnum í Pretoria, Suður-Afríku, þar sem fram fara réttarhöld um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingagjaldi. Pistorius skaut kærustu sína, Reevu Steencamp, til bana að morgni 14. febrúar og er hann grunaður um morð af yfirlögðu ráði. Sjálfur segir Pistorius að hann hafi talið að Steencamp væri innbrotsþjófur, en hún var skotin í gegn um baðherbergishurð. Roux gagnrýnir Botha og segir ógerlegt að greina raddir í 600 metra fjarlægð, en vitni segist hafa heyrt hávaðarifrildi frá heimili Pistoriusar skömmu fyrir skothvellina. Botha staðfestir að vitnið hafi ekki borið sérstaklega kennsl á raddir þeirra Pistoriusar og Steencamp. Þegar Botha játaði þessu upphófst mikill kliður í dómssalnum. Verjendur spretthlauparans segja meinta stera sem fundust á heimili íþróttamannsins vera lögleg náttúrulyf. Einnig bendir Roux á að þvagblaðra Steencamp hafi verið tóm og það styðji framburð Pistoriusar um að hún hafi farið á baðherbergið um nóttina.Verjandinn Barry Roux er harður í horn að taka.Mynd/GettyEkkert stangast á við framburðinn Þá reyndi Roux að draga úr trúverðugleika rannsóknarinnar og spurði Botha hvers vegna lögreglan hefði ekki gengið úr skugga um einföldustu hluti, eins og að athuga hvort Pistorius hefði hringt á sjúkrahús. Að lokum fékk Roux lögreglumanninn til að viðurkenna að engin sönnunargögn hefðu fundist í íbúð Pistoriusar sem stönguðust á við framburð hans. Hafði fréttamaður eNews Channel Africa á staðnum orð á því að yfirheyrslan yfir Botha væri „eins og að horfa á laminn selskóp". Stutt hlé var gert á gæsluvarðhaldsréttarhöldunum nú fyrir stuttu, en þau halda áfram innan skamms.Uppfært kl. 12:53Hlé verður gert á gæsluvarðhaldréttarhöldum til morguns. Pistorius virtist í meira jafnvægi í hádeginu en áður.Verjandinn hélt áfram að yfirheyra Botha og hlátrasköll heyrðust þegar lögreglumaðurinn sagði hættu á að Pistorius flýði land ef hann yrði látinn laus gegn tryggingu.Botha viðurkenndi einnig að hafa gengið um á vettvangi án skóhlífa. Slíkt er með öllu bannað og Botha viðurkenndi að það hefðu verið mistök.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius ákærður fyrir morð Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana. 15. febrúar 2013 06:00 BBC baðst afsökunar á að hafa spilað Jimi Hendrix lag Fréttastofa BBC hefur beðist afsökunar á að hafa spilað lag með tónlistarmanninum Jimi Hendrix að lokinni útvarpsfrétt þar sem fjallað var um réttarhöldin yfir Oscar Pistorius. 19. febrúar 2013 15:12 Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. 18. febrúar 2013 06:00 Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld. 18. febrúar 2013 15:22 Sterar á heimili Pistorius Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp. 18. febrúar 2013 10:17 Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. 20. febrúar 2013 10:27 Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20 Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34 Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Pistorius ákærður fyrir morð Suðurafríski hlaupakappinn Oscar Pistorius var handtekinn í fyrrinótt og síðar ákærður fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana. 15. febrúar 2013 06:00
BBC baðst afsökunar á að hafa spilað Jimi Hendrix lag Fréttastofa BBC hefur beðist afsökunar á að hafa spilað lag með tónlistarmanninum Jimi Hendrix að lokinni útvarpsfrétt þar sem fjallað var um réttarhöldin yfir Oscar Pistorius. 19. febrúar 2013 15:12
Sá Pistorius bera blóðugan líkamann niður tröppurnar Segir vitnið að Pistorius hafi verið í miklu uppnámi og að þau hafi saman reynt að stöðva blæðinguna úr líkama hennar en án árangurs. 18. febrúar 2013 06:00
Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld. 18. febrúar 2013 15:22
Sterar á heimili Pistorius Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp. 18. febrúar 2013 10:17
Hávaðarifrildi og öskur heyrðust frá íbúðinni Mál suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius heldur áfram, en í dag halda réttarhöldin um hvort sleppa eigi honum lausum gegn tryggingagjaldi áfram. 20. febrúar 2013 10:27
Setti á sig gervifæturna til að skjóta Steenkamp Saksóknarar í máli suður-afríska spretthlauparans Oscar Pistorius segja morðið á Reeva Steenkamp, kærustu Pistorius, hafa verið skipulagt. 19. febrúar 2013 09:20
Annar dagur réttarhaldsins yfir Pistorius í dag Annar dagur réttarhaldsins um hvort sleppa eigi suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius lausum gegn tryggingu hefst nú á eftir. 20. febrúar 2013 06:34
Suður-afríska íþróttahetjan Pistorius skaut kærustu sína til bana Suður-afríska íþróttahetjan Oscar Pistorius er í haldi lögreglunnar þar í landi en hann er talinn hafa skotið kærustu sína til bana í nótt. 14. febrúar 2013 08:14