Bannað að mismuna eftir trúarbrögðum 24. febrúar 2013 09:20 Ásdís Halla Bragadóttir, Sjálfstæðismaður og fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, segir að Landsfundur flokks síns þurfi að afturkalla ályktun um kristin gildi sem samþykkt var á fundinum í gær. Í ályktuninni, sem allsherjar- og menntamálanefnd fundarins lagði grunn að í gær, segir að „kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr". Mikilvægt sé að ríkisvaldið standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. „Öll lagasetning skal ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við." Ásdís Halla var ekki viðstödd umræðu um ályktunina á fundinum í gær. Hún hafði hins vegar lesið fréttir af henni í fjölmiðlum og tjáði sig á Facebook í kjölfarið. „Í sjálfri stjórnarskránni er lagt bann við því að fólki sé mismunað eftir trúarbrögðum. Ályktun þar sem kveðið er á um það að ,,kristin gildi ráði við lagasetningu" stenst ekki stjórnarskrá og hana þarf Landsfundur Sjálfstæðisflokksins að afturkalla með afgerandi hætti!" Í 64. grein Stjórnarskrár segir: Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna... Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar (félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, lagði til á fundinum í gær fyrir hönd ungra Sjálfstæðismanna að setningin varðandi kristin gildi yrðu felld niður. Var breytingartillagan lögð fyrir fundinn en felld eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi frá fundinum sem Lára Hanna Einarsdóttir tók saman. Áslaug Arna ítrekaði skoðun sína á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera hneyksluð á ályktun fundarins. „Lagasetning á aldrei að taka mið af trúarbrögðum og þingmenn eiga alltaf að vera þingmenn einstaklinga ekki trúarbragða." Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ásdís Halla Bragadóttir, Sjálfstæðismaður og fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, segir að Landsfundur flokks síns þurfi að afturkalla ályktun um kristin gildi sem samþykkt var á fundinum í gær. Í ályktuninni, sem allsherjar- og menntamálanefnd fundarins lagði grunn að í gær, segir að „kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr". Mikilvægt sé að ríkisvaldið standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. „Öll lagasetning skal ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við." Ásdís Halla var ekki viðstödd umræðu um ályktunina á fundinum í gær. Hún hafði hins vegar lesið fréttir af henni í fjölmiðlum og tjáði sig á Facebook í kjölfarið. „Í sjálfri stjórnarskránni er lagt bann við því að fólki sé mismunað eftir trúarbrögðum. Ályktun þar sem kveðið er á um það að ,,kristin gildi ráði við lagasetningu" stenst ekki stjórnarskrá og hana þarf Landsfundur Sjálfstæðisflokksins að afturkalla með afgerandi hætti!" Í 64. grein Stjórnarskrár segir: Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna... Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar (félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, lagði til á fundinum í gær fyrir hönd ungra Sjálfstæðismanna að setningin varðandi kristin gildi yrðu felld niður. Var breytingartillagan lögð fyrir fundinn en felld eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi frá fundinum sem Lára Hanna Einarsdóttir tók saman. Áslaug Arna ítrekaði skoðun sína á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera hneyksluð á ályktun fundarins. „Lagasetning á aldrei að taka mið af trúarbrögðum og þingmenn eiga alltaf að vera þingmenn einstaklinga ekki trúarbragða."
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira