Fótbolti

Evans: United-Real snýst ekki bara um Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo.
Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jonny Evans, varnarmaður Manchester United, segir að leikirnir við Real Madrid í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar snúist ekki bara um það að Cristiano Ronaldo sé þar að mæta sínu gamla félagi.

„Ég er viss um að nokkrir strákar í liðinu hafa haldið sambandi við hann og Nani hefur svo hitt hann með landsliðinu. Ég veit ekki hvort hann hafi talað við einhvern í aðdraganda leiksins en ég er viss um að hann bíður jafnspenntur eftir leiknum og við," sagði Jonny Evans við heimasíðu Manchester United.

„Þetta snýst samt ekki bara um Cristiano Ronaldo því þetta nær lengra aftur en það. Það er mikil saga á milli þessara félaga og þetta er flottasti leikur sextán liða úrslitanna. Það bíða allir spenntir," sagði Evans.

„Það er ekki bara Cristiano Ronaldo sem getur skaðað þig. Þeir eru með fullt af leikmönnum sem geta skapað vandræði. Það munu samt allir horfa á það hvernig okkur gengur að stoppa Ronaldo og við verðum að halda honum í skefjum," sagði Evans.

„Cristiano hefur breytt sínum leik frá því að hann fór frá okkur. Hann hefur aðlagað sig. Þegar hann var að spila með United þá lék hann var hann alltaf á öðrum hvorum kantinum og þurfti þá að skila mikilli varnarvinnu. Það er ekki þannig hjá Real Madrid," sagði Evans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×