Sport

Mótherji Gunnars Nelson alltof þungur?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson í bardaganum við DaMarques Johnson.
Gunnar Nelson í bardaganum við DaMarques Johnson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Jorge "The Sandman" Santiago mætir Íslendingnum Gunnari Nelsson í veltivigt í Wembley Arena á laugardaginn en heimildir vefsins Bardagafregnir.is herma að Jorge Santiago sé alltof þungur miðað við að hann sé að fara keppa í flokknum hans Gunnars.

„Sjónarvottar sáu Jorge "The Sandman" Santiago í London í dag og hann var víst rosalega stór eða "huge" eins og sjónarvottar orðuðu það! En Jorge er að færa sig niður um vigt fyrir bardagann hans Gunnars Nelson. Hann kemur úr millivigtinni sem er 84 kg og í veltivigtina sem er 77 kg. Jorge var talinn mjög stór almennt í millivigt svo hann þarf að skera sig mikið niður til þess að ná vigt á föstudaginn kemur," segir í fréttinni á Bardagafregnir.is.

Þetta yrði þá ekki í fyrsta skiptið sem Gunnar Nelson mætir "of þungum" manni í hringnum því það gerðist einnig í síðasta UFC-bardaga Gunnars á móti DaMarques Johnson. Gunnar fékk þá að velja hvort að hann vilji berjast eða ekki en með því að berjast þá fékk hann hluta af launum Johnson.

Bardagafregnir.is er ný vefur um MMA-íþróttina, blandaðar bardagaíþróttir, og er tilgangur hans að auka þekkingu, áhuga og áhorf á MMA-íþróttinni auk þess að bæta ímynd íþróttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×