Fótbolti

Ronaldo var í búningsklefa United eftir leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cristiano Ronaldo skoraði frábært skallamark á móti sínum gömlu félögum í gær þegar Real Madrid og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Eftir leikinn fór vel á með Ronaldo og gömlu liðsfélögum hans í Manchester United og svo vel að Portúgalinn snjalli settist inn í búningsklefa United eftir leikinn og ræddi málin.

„Cristiano átti frábær ár með okkur. Ég er búinn að tala við hann. Hann situr núna inn í búningsklefanum okkar og er að tala við strákana," sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Ég er stoltur af því að sjá það hvað hann hefur blómstrað," sagði Ferguson og hrósaði Cristiano Ronaldo sérstaklega fyrir markið.

„Ég held að það sé enginn annar leikmaður sem gæti stokkið svona hátt og náð líka svona föstum skalla. Lionel Messi gæti í það minnsta ekki gert það," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×