Sport

Gunnar fékk ekki að æfa karate sem barn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Faðir Gunnars Nelson, sem er í dag umboðsmaður hans, leyfði syninum ekki að æfa bardagaíþróttir fyrr en drengurinn varð þrettán ára gamall.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Gunnar sem var birt á mmafighting.com í gær.

Faðir Gunnars, Haraldur Dean, mat það svo að Gunnar væri ekki reiðubúinn að æfa karate fyrr en hann var orðinn þrettán ára gamall. Þá hafði hann róast og gat einbeitt sér betur.

Uppgangur Gunnars hefur verið með ólíkindum síðan þá, eins og rakið er í ítarlegu máli í viðtalinu. Hann hætti svo í skóla til að geta einbeitt sér að bardagaíþróttum. „Það var tilgangslaust fyrir mig að vera í skóla," er haft eftir honum í viðtalinu.

Gunnar mætir á morgun Jorge Santiago á UFC-bardagakvöldi sem haldið verður í Wembley Arena í Lundúnum. Bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×