Fótbolti

Wenger: Þriðja mark Bayern gerir þetta virkilega erfitt

Wenger var ekki hress í kvöld.
Wenger var ekki hress í kvöld.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var súr eftir 1-3 tapið gegn Bayern í Meistaradeildinni í kvöld. Hann veit sem er að lið hans mun væntanlega ekki vinna neina keppni áttunda árið í röð.

"Það eru mikil gæði í þessu Bayern-liði. Þetta er frábært lið þannig að ég óska þeim til hamingju," sagði Wenger er hann mætti loksins í viðtal eftir leik.

Hann lét ekkert sjá sig strax eftir leik og strunsaði af bekknum án þess að þakka Jupp Heynckes, þjálfara Bayern, fyrir leikinn.

"Við skulum ekkert fela það að síðari leikurinn verður gríðarlega erfiður. Við munum reyna að afreka hið ómögulega. Við munum reyna að spila eins og við séum á heimavelli og breyta stöðu mála. Þriðja markið hjá Bayern gerir okkur virkilega erfitt fyrir en við verðum að reyna.

"Stuðningsmennirnir voru frábærir í kvöld og við erum mjög svekktir yfir því að hafa ekki getað gefið þeim sigur í kvöld. Það var ekki besti andlegi undirbúningurinn fyrir þennan leik að tapa fyrir Blackburn um síðustu helgi.

"Leikmennirnir lögðu sig samt vel fram og gáfu allt í leikinn."


Tengdar fréttir

Wenger tapsár | Þakkaði ekki fyrir leikinn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þótti setja niður í kvöld er hann rauk út af vellinum í lok leiksins við FC Bayern án þess að þakka Jupp Heynckes, þjálfara Bayern, fyrir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×