Poleksic neitar að hafa svindlað á Anfield 6. febrúar 2013 09:36 Vukasin Poleksic. Umtalaðasti markvörður heims þessa dagana er Vukasin Poleksic, fyrrum markvörður Debrecen, en honum á að hafa verið mútað fyrir Meistaradeildarleik liðsins gegn Liverpool árið 2009. Liverpool náði svo bara aðeins að skora eitt mark þannig að hið meinta svindl gekk ekki upp. Poleksic var dæmdur í tveggja ára bann fyrir að láta ekki vita af því að reynt hafi verið að múta honum fyrir leikinn gegn Liverpool og Fiorentina í Meistaradeildinni. Poleksic neitar því að tekist hafi að kaupa hann og biðst afsökunar á að hafa ekki látið yfirvöld vita. "Allir sem sáu leikinn gegn Liverpool vita að þessar ásakanir eru bill. Við töpuðum 1-0 og ég átti góðan leik. Varði maður gegn manni nokkrum sinnum. Ég skil ekki hvernig fólk getur sagt að ég hafi reynt að fá á mig viljandi mörk," segir Poleksic. "Það var ekkert athugavert við þennan leik. Ég var bara glaður að fá að spila á Anfield. Þetta var frábært kvöld fyrir mig og félagið." Poleksic er enn miður sín yfir því að hafa ekki látið yfirvöld vita af því er reynt var að "kaupa" hann fyrir leikinn gegn Fiorentina sem fór 4-3 fyrir ítalska liðið. "Það var hringt í mig viku eða tíu dögum fyrir leik. Það truflaði mína spilamennsku. Ég varð skíthræddur við að gera mistök því þá grunaði mig að ég færi að ásaka mig um eitthvað. Ég veit ekki hver það var sem hringdi í mig en ég sagðist ekki standa í slíku. Bað svo viðkomandi um að sleppa því að hringja í mig aftur. "Ég veit ekki hvaðan þessi maður var og ég gerði mistök með því að segja ekki neitt. Ég var ekki viss um hvort það hefði verið alvara með þessu símtali og þekkti fólkið ekkert þannig að ég sagði ekkert. Allir markverðir gera mistök en mín mistök voru að hringja ekki í lögregluna." Poleksic segist taka það inn á sig að fólk gruni hann um græsku í leiknum gegn Liverpool. "Þetta var stærsti leikur ferilsins. Ég hef alltaf haldið upp á Liverpool. Ég elska félagið og trúi því ekki sem er búið að segja um mig. Ég skipti um treyju við Pepe Reina eftir leik og sú treyja hangir enn upp á vegg heima hjá mér. Ég er það mikill aðdáandi. Mínar stærstu áhyggjur eru að fólk trúi því sem er verið að segja um mig." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Umtalaðasti markvörður heims þessa dagana er Vukasin Poleksic, fyrrum markvörður Debrecen, en honum á að hafa verið mútað fyrir Meistaradeildarleik liðsins gegn Liverpool árið 2009. Liverpool náði svo bara aðeins að skora eitt mark þannig að hið meinta svindl gekk ekki upp. Poleksic var dæmdur í tveggja ára bann fyrir að láta ekki vita af því að reynt hafi verið að múta honum fyrir leikinn gegn Liverpool og Fiorentina í Meistaradeildinni. Poleksic neitar því að tekist hafi að kaupa hann og biðst afsökunar á að hafa ekki látið yfirvöld vita. "Allir sem sáu leikinn gegn Liverpool vita að þessar ásakanir eru bill. Við töpuðum 1-0 og ég átti góðan leik. Varði maður gegn manni nokkrum sinnum. Ég skil ekki hvernig fólk getur sagt að ég hafi reynt að fá á mig viljandi mörk," segir Poleksic. "Það var ekkert athugavert við þennan leik. Ég var bara glaður að fá að spila á Anfield. Þetta var frábært kvöld fyrir mig og félagið." Poleksic er enn miður sín yfir því að hafa ekki látið yfirvöld vita af því er reynt var að "kaupa" hann fyrir leikinn gegn Fiorentina sem fór 4-3 fyrir ítalska liðið. "Það var hringt í mig viku eða tíu dögum fyrir leik. Það truflaði mína spilamennsku. Ég varð skíthræddur við að gera mistök því þá grunaði mig að ég færi að ásaka mig um eitthvað. Ég veit ekki hver það var sem hringdi í mig en ég sagðist ekki standa í slíku. Bað svo viðkomandi um að sleppa því að hringja í mig aftur. "Ég veit ekki hvaðan þessi maður var og ég gerði mistök með því að segja ekki neitt. Ég var ekki viss um hvort það hefði verið alvara með þessu símtali og þekkti fólkið ekkert þannig að ég sagði ekkert. Allir markverðir gera mistök en mín mistök voru að hringja ekki í lögregluna." Poleksic segist taka það inn á sig að fólk gruni hann um græsku í leiknum gegn Liverpool. "Þetta var stærsti leikur ferilsins. Ég hef alltaf haldið upp á Liverpool. Ég elska félagið og trúi því ekki sem er búið að segja um mig. Ég skipti um treyju við Pepe Reina eftir leik og sú treyja hangir enn upp á vegg heima hjá mér. Ég er það mikill aðdáandi. Mínar stærstu áhyggjur eru að fólk trúi því sem er verið að segja um mig."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira