Í dag hefst tveggja daga leiðtogafundur Evrópusambandsins en á honum ætla leiðtogarnir að reyna að semja um fjárlög sambandsins til næstu sjö ára. Sambærilegur fundur í nóvember s.l. skilaði engum árangri.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór upphaflega fram á fjárlög upp á rúmlega billjón evra sem er 5% hækkun frá fyrri fjárlögum. Búið er að skera þá beiðni niður í 943 milljarða evra.
Margir leiðtogar sambandsins vilja hinsvegar enn meiri niðurskurð á fjárlögunum í ljósi þess hve efnahagskreppan hefur komið við kaunin í mörgum löndunum innan sambandsins.
Leiðtogar ESB reyna að ná samkomulagi um fjárlög sambandsins
