Vinsældir Argentínumannsins Lionel Messi um allan heim eru ótrúlegar. Líka í Svíþjóð þar sem einn aðdáandi hans hljóp inn á völlinn í gær til þess eins að kyssa hann.
Öryggisverðir voru víðsfjarri en Messi lét sér ekki bregða. Leyfði manninum að kyssa sig í rólegheitum. Ótrúleg uppákoma.
Argentína vann öruggan 1-3 sigur á Svíum í leiknum.