Breska búðarkeðjan HMV hefur tilkynnt um lokun 66 verslana á næstu mánuðum, en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta um miðjan síðasta mánuð.
Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte reynir nú að tryggja framtíð fyrirtækisins og finna því nýja eigendur, en samhliða lokun verslananna hefur 930 manns verið sagt upp störfum.
Verslanir HMV í Bretlandi eru 220 talsins en verslanirnar sem fá að fjúka munu halda starfsemi sinni áfram þar til lokanirnar taka gildi á næstu vikum.
HMV lokar 66 verslunum
