Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur áhyggjur af því hversu dýrt það er orðið að fara á völlinn á Englandi. UEFA hefur því áveðið að lækka miðaverð ódýrustu miðana á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley.
Ódýrasti miðinn kostar nú tæpar 14 þúsund krónur. Sami miði kostaði tæpar 36 þúsund krónur fyrir tveim árum er Barcelona lagði Man. Utd á Wembley. Þá fékk UEFA mikla gagnrýni fyrir þetta háa miðaverð.
"Það er sanngjarnt að gefa öllum möguleika á því að geta keypt sér miða á þennan leik. Fjárhagsstaða fólks á ekki að skipta máli í þessum efnum," sagði talsmaður UEFA.
13 þúsund miðar á þessu verði verða í boði. Aðrir miðar kosta 28 og 67 þúsund krónur.
Fótbolti