Lotus á toppnum eftir fyrstu æfingar Birgir Þór Harðarson skrifar 8. febrúar 2013 17:25 Raikkönen var fljótur í Lotus-bílnum í dag. nordicphotos/afp Kimi Raikkönen, ökuþór Lotus-liðsins í Formúlu 1, varð fljótastur á æfingum dagsins í Jerez í dag. Þetta var síðasti æfingadagurinn í Jerez af fjórum. Tími Raikkönen var örlítið betri en tími Jules Bianchi á Force India-bíl en sá hafði vermt efsta sæti listans nánast allan daginn. Bianchi var talinn vera líklegur kandídat í annað keppnissæti liðsins en Force India hefur aðeins tryggt sér starfskrafta Paul di Resta fyrir keppnistímabilið 2013. Sebastian Vettel ók Red Bull-bíl sínum 0,4 sekúndum hægar en Raikkönen um Jerez-brautina og varð þriðji. Lewis Hamilton ók Mercedes-bílnum í dag og fékk eitthvað fyrir sinn snúð í fyrsta sinn því bíllinn bilaði ekki eins og síðast. Hamilton varð sjötti í röðinni. Annars var æfingin hljóðlát og gekk vel fyrir sig. Liðin einbeittu sér að lengri vegalengdum og nýliðarnir fengu tækifæri til að átta sig á því hvernig Pirelli-dekkin virka. Barcelona er næsti áfangastaður á æfingadagatalinu í ár. Þar hefjast æfingar 19. febrúar og standa í fjóra daga. Bestu tímar dagsins PÖkuþórLiðTímiBil1RaikkonenLotus1:18,148 2BianchiForce India1:18,1750,0273VettelRed Bull1:18,5650,4174GutierrezSauber1:18,6690,5215VergneToro Rosso1:18,7600,6126HamiltonMercedes1:18,9050,7577PerezMcLaren1:18,9440,7968BottasWilliams1:19,8511,7039de la RosaFerrari1:20,3162,16810PicCaterham1:21,1052,95711RaziaMarussia1:21,2263,07812Di RestaForce India1:23,4355,287 Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kimi Raikkönen, ökuþór Lotus-liðsins í Formúlu 1, varð fljótastur á æfingum dagsins í Jerez í dag. Þetta var síðasti æfingadagurinn í Jerez af fjórum. Tími Raikkönen var örlítið betri en tími Jules Bianchi á Force India-bíl en sá hafði vermt efsta sæti listans nánast allan daginn. Bianchi var talinn vera líklegur kandídat í annað keppnissæti liðsins en Force India hefur aðeins tryggt sér starfskrafta Paul di Resta fyrir keppnistímabilið 2013. Sebastian Vettel ók Red Bull-bíl sínum 0,4 sekúndum hægar en Raikkönen um Jerez-brautina og varð þriðji. Lewis Hamilton ók Mercedes-bílnum í dag og fékk eitthvað fyrir sinn snúð í fyrsta sinn því bíllinn bilaði ekki eins og síðast. Hamilton varð sjötti í röðinni. Annars var æfingin hljóðlát og gekk vel fyrir sig. Liðin einbeittu sér að lengri vegalengdum og nýliðarnir fengu tækifæri til að átta sig á því hvernig Pirelli-dekkin virka. Barcelona er næsti áfangastaður á æfingadagatalinu í ár. Þar hefjast æfingar 19. febrúar og standa í fjóra daga. Bestu tímar dagsins PÖkuþórLiðTímiBil1RaikkonenLotus1:18,148 2BianchiForce India1:18,1750,0273VettelRed Bull1:18,5650,4174GutierrezSauber1:18,6690,5215VergneToro Rosso1:18,7600,6126HamiltonMercedes1:18,9050,7577PerezMcLaren1:18,9440,7968BottasWilliams1:19,8511,7039de la RosaFerrari1:20,3162,16810PicCaterham1:21,1052,95711RaziaMarussia1:21,2263,07812Di RestaForce India1:23,4355,287
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira