Fyrrum forstjóri Porsche í vanda 23. janúar 2013 09:15 Fyrrum forstjóri Porsche og fjármálastjórinn Ætlaði að kaupa Volkswagen en Volkswagen keypti Porsche. Wendelin Wiedeking fyrrverandi forstjóri Porsche hefur verið ákærður vegna gerða sinna við hina misheppnuðu yfirtöku Porsche á Volkswagen. Hann ákvað árið 2008 að auka hlut Porsche í Volkswagen í 75% og meiningin var að eignast fyrirtækið að fullu í kjölfarið. Wiedeking hafði hinsvegar neitað því fimm sinnum að áform Porsche væri að eignast Volkswagen og fyrir vikið féllu hlutabréf umtalsvert í Volkswagen. Það varð til þess að fjárfestar seldu hin fallandi bréf í Volkswagen og á meðan kepptist hann við að kaupa þau öll upp. Þessháttar hegðun og lygi er ekki vel séð í Þýskalandi og þeir sem töpuðu miklu á leikfléttunni kærðu hann fyrir verknaðinn. Volkswagen, eins og mörgum er kunnugt, keypti síðan Porsche, og kláraði yfirtökuna með kaupum á síðustu bréfunum í sportbílaframleiðandanum í fyrra. Réttarhöldin í Wiederking gætu tekið marga mánuði. Einnig er réttað yfir fjármálastjóra Porsche frá tíð Wiederking. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent
Ætlaði að kaupa Volkswagen en Volkswagen keypti Porsche. Wendelin Wiedeking fyrrverandi forstjóri Porsche hefur verið ákærður vegna gerða sinna við hina misheppnuðu yfirtöku Porsche á Volkswagen. Hann ákvað árið 2008 að auka hlut Porsche í Volkswagen í 75% og meiningin var að eignast fyrirtækið að fullu í kjölfarið. Wiedeking hafði hinsvegar neitað því fimm sinnum að áform Porsche væri að eignast Volkswagen og fyrir vikið féllu hlutabréf umtalsvert í Volkswagen. Það varð til þess að fjárfestar seldu hin fallandi bréf í Volkswagen og á meðan kepptist hann við að kaupa þau öll upp. Þessháttar hegðun og lygi er ekki vel séð í Þýskalandi og þeir sem töpuðu miklu á leikfléttunni kærðu hann fyrir verknaðinn. Volkswagen, eins og mörgum er kunnugt, keypti síðan Porsche, og kláraði yfirtökuna með kaupum á síðustu bréfunum í sportbílaframleiðandanum í fyrra. Réttarhöldin í Wiederking gætu tekið marga mánuði. Einnig er réttað yfir fjármálastjóra Porsche frá tíð Wiederking.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent