Meirihlutaeigendur Bakkavarar vilja Lýð burt úr stjórnarformennsku Magnús Halldórsson skrifar 21. janúar 2013 18:30 Hluthafar í Bakkavör vilja að Lýður Guðmundsson hverfi úr starfi sínu sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður og Ágúst bróðir hans eru stærstu eigendur félagsins en Arion banki og lífeyrissjóðir standa gegn því að þeir nái meirihluta í félaginu. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem gjarnan eru kenndir við félagið sem þeir stofnuðu, Bakkavör, hafa á undanförnum mánuðum stækkað við eignarhlut sinn í Bakkavör, meðal annars með kaupum á hlut Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og þrotabús Glitnis. Ágúst og Lýður eru stærstu einstöku hluthafar félagsins, með 40 prósent hlut. Arion banki kemur næstur með 26 prósent hlut, og íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um fjórðungs hlut, þar af eru lífeyrissjóðurinn Gildi og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna stærstir með 5 til 7 prósent hvor. Vogunarsjóðurinn Burlington, sem meðal annars á kröfur í bú föllnu bankanna þriggja, á 6 prósent hlutafjár, og aðrir minni hluthafar þrjú prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu vilja hluthafarnir sem mynda meirihluta í félaginu, Arion banki og lífeyrissjóðirinir, að Lýður Guðmundsson stigi til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður er ákærður ásamt Bjarnfreði Ólafssyni hæstaréttarlögmanni fyrir að hafa staðið ólöglega að hlutafjáraukningu hjá Exista. Þá vilja þeir sem halda á meirihlutaeign í félaginu að stjórnarformaðurinn komi úr þeirra röðum, en sé ekki annar bræðranna tveggja, þó þeir séu stærstu eigendur félagsins. Til marks um umfang reksturs Bakkavarar í Bretlandi, þá námu heildartekjur félagsins á þriðja ársfjórðungi í fyrra 422,3 milljónum punda, eða sem nemur tæplega 88 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu félagsins. Mest lesið Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hluthafar í Bakkavör vilja að Lýður Guðmundsson hverfi úr starfi sínu sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður og Ágúst bróðir hans eru stærstu eigendur félagsins en Arion banki og lífeyrissjóðir standa gegn því að þeir nái meirihluta í félaginu. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem gjarnan eru kenndir við félagið sem þeir stofnuðu, Bakkavör, hafa á undanförnum mánuðum stækkað við eignarhlut sinn í Bakkavör, meðal annars með kaupum á hlut Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og þrotabús Glitnis. Ágúst og Lýður eru stærstu einstöku hluthafar félagsins, með 40 prósent hlut. Arion banki kemur næstur með 26 prósent hlut, og íslenskir lífeyrissjóðir eiga samtals um fjórðungs hlut, þar af eru lífeyrissjóðurinn Gildi og Lífeyrissjóður Verzlunarmanna stærstir með 5 til 7 prósent hvor. Vogunarsjóðurinn Burlington, sem meðal annars á kröfur í bú föllnu bankanna þriggja, á 6 prósent hlutafjár, og aðrir minni hluthafar þrjú prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu vilja hluthafarnir sem mynda meirihluta í félaginu, Arion banki og lífeyrissjóðirinir, að Lýður Guðmundsson stigi til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður er ákærður ásamt Bjarnfreði Ólafssyni hæstaréttarlögmanni fyrir að hafa staðið ólöglega að hlutafjáraukningu hjá Exista. Þá vilja þeir sem halda á meirihlutaeign í félaginu að stjórnarformaðurinn komi úr þeirra röðum, en sé ekki annar bræðranna tveggja, þó þeir séu stærstu eigendur félagsins. Til marks um umfang reksturs Bakkavarar í Bretlandi, þá námu heildartekjur félagsins á þriðja ársfjórðungi í fyrra 422,3 milljónum punda, eða sem nemur tæplega 88 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu félagsins.
Mest lesið Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira