Sport

28 milljónir horfðu á viðtalið við Lance Armstrong

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Bandaríkjamenn hafa reiknað út sjónvarpsáhorfið á viðtal Oprah Winfrey við Lance Armstrong í síðustu viku en þar játaði hjólreiðakappinn að hafa notað ólögleg lyf á sínum ferli.

Lance Armstrong hefur vegna lyfjahneykslisins misst alla sjö meistaratitla sína í Tour de France og varð auk þess að skila bronsverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í Sydney 2000.

28 milljónir horfðu á viðtalið sem var sýnt á OWN-sjónvarpsstöðinni sem er sjónvarpsstöð í eigu Oprah Winfrey. 12,2 milljónir horfðu í Bandaríkjunum, 15 milljónir horfðu í öðrum löndum og 800 þúsund manns til viðbótar horfðu á hluta viðtalsins.

Viðtalið tók tvo og hálfan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×