Hagnaður sænska húsgagnaframleiðandans Ikea jókst um átta prósent á síðasta ári. Nettó hagnaður fyrirtækisins nam tæpum fimm hundruð og fimmtíu milljörðum króna á meðan heildartekjur þess námu rúmlega fjögur þúsund og sjö hundruð milljörðum.
Mikael Ohlsson, forstjóri Ikea, sagði sænskum fjölmiðlum í gær að þennan mikla uppgang fyrirtækisins mætti rekja til breyttra áherslna neytenda sem leita nú í meira mæli að ódýrum og endingargóðum vörum.
Gríðarlegur hagnaður Ikea
