Viðskipti erlent

Merkel hvatti leiðtoga til þess að halda einbeitingu

Magnús Halldórsson skrifar
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti leiðtoga úr stjórnmálum og atvinnulífi, sem eru samankomnir í Davos í Sviss, til þess að halda einbeitingu og hugsa um að bæta efnahagsástandið í löndum sínum. Beindi hún orðum sínum ekki síst til stjórnmálaleiðtoga Evrópu, sem hún sagði að hefðu skyldum að gegna, og þeir mættu ekki missa móðinn.

Í frétt New York Times kemur fram að Merkel hefði lagt áherslu á að stjórnmálaleiðtogar þyrftu að hafa úthald og hafa trú á þeim áætlunum sem þegar hefðu verið samþykktar til þess að bæta stöðu efnahagsmála, ekki síst í Evrópu.

„Seðlabanki Evrópu hefur gert mikið [...] Það hvílir á okkur pólitísk skylda að vinnuna heimavinnuna okkar," sagði Merkel m.a. í ræðu sinni.

Staða efnahagsmála í Evrópu hefur verið erfið undanfarin misseri, sé horft á meðaltalstölur fyrir álfuna. Atvinnuleysi mælist nú ríflega ellefu prósent, en mikill munur er þó að stöðu mála í Suður-Evrópu og Norður-Evrópu. Alvarlegust er staðan á Spáni, Ítalíu, Portúgal, Ítalíu og Grikklandi, en þrátt fyrir batamerki að undanförnu í þessum löndum er atvinnuleysi enn mikið. Á Spáni mælist nú tæplega 26 prósent atvinnuleysi, samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Sjá má frétt New York Times um ræðu Merkel hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×