Merkel hvatti leiðtoga til þess að halda einbeitingu Magnús Halldórsson skrifar 25. janúar 2013 01:04 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti leiðtoga úr stjórnmálum og atvinnulífi, sem eru samankomnir í Davos í Sviss, til þess að halda einbeitingu og hugsa um að bæta efnahagsástandið í löndum sínum. Beindi hún orðum sínum ekki síst til stjórnmálaleiðtoga Evrópu, sem hún sagði að hefðu skyldum að gegna, og þeir mættu ekki missa móðinn. Í frétt New York Times kemur fram að Merkel hefði lagt áherslu á að stjórnmálaleiðtogar þyrftu að hafa úthald og hafa trú á þeim áætlunum sem þegar hefðu verið samþykktar til þess að bæta stöðu efnahagsmála, ekki síst í Evrópu. „Seðlabanki Evrópu hefur gert mikið [...] Það hvílir á okkur pólitísk skylda að vinnuna heimavinnuna okkar," sagði Merkel m.a. í ræðu sinni. Staða efnahagsmála í Evrópu hefur verið erfið undanfarin misseri, sé horft á meðaltalstölur fyrir álfuna. Atvinnuleysi mælist nú ríflega ellefu prósent, en mikill munur er þó að stöðu mála í Suður-Evrópu og Norður-Evrópu. Alvarlegust er staðan á Spáni, Ítalíu, Portúgal, Ítalíu og Grikklandi, en þrátt fyrir batamerki að undanförnu í þessum löndum er atvinnuleysi enn mikið. Á Spáni mælist nú tæplega 26 prósent atvinnuleysi, samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Sjá má frétt New York Times um ræðu Merkel hér. Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti leiðtoga úr stjórnmálum og atvinnulífi, sem eru samankomnir í Davos í Sviss, til þess að halda einbeitingu og hugsa um að bæta efnahagsástandið í löndum sínum. Beindi hún orðum sínum ekki síst til stjórnmálaleiðtoga Evrópu, sem hún sagði að hefðu skyldum að gegna, og þeir mættu ekki missa móðinn. Í frétt New York Times kemur fram að Merkel hefði lagt áherslu á að stjórnmálaleiðtogar þyrftu að hafa úthald og hafa trú á þeim áætlunum sem þegar hefðu verið samþykktar til þess að bæta stöðu efnahagsmála, ekki síst í Evrópu. „Seðlabanki Evrópu hefur gert mikið [...] Það hvílir á okkur pólitísk skylda að vinnuna heimavinnuna okkar," sagði Merkel m.a. í ræðu sinni. Staða efnahagsmála í Evrópu hefur verið erfið undanfarin misseri, sé horft á meðaltalstölur fyrir álfuna. Atvinnuleysi mælist nú ríflega ellefu prósent, en mikill munur er þó að stöðu mála í Suður-Evrópu og Norður-Evrópu. Alvarlegust er staðan á Spáni, Ítalíu, Portúgal, Ítalíu og Grikklandi, en þrátt fyrir batamerki að undanförnu í þessum löndum er atvinnuleysi enn mikið. Á Spáni mælist nú tæplega 26 prósent atvinnuleysi, samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Sjá má frétt New York Times um ræðu Merkel hér.
Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira