Íslenski boltinn

Geir áfram formaður KSÍ | Stjórnin óbreytt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Geir Þorsteinsson fékk ekkert mótframboð í embætti formanns Knattspyrnusambands Íslands fyrir ársþing sambandsins um næstu helgi.

Framboðsfrestur rann út um helgina og er því ljóst að Geir verður áfram formaður KSÍ. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn.

Einnig er kosið í aðalstjórn til tveggja ára í senn. Kjörtímabili fjögurra stjórnarmeðlima rennur út um helgina og eru þeir allir í framboði nú. Engir aðrir eru í framboði og ljóst að þeir munu því sitja áfram í aðalstjórn KSÍ.

Þess má svo geta að aðalfulltrúar landsfjórðunga eru kosnir til eins árs í senn, sem og varamenn aðalstjórnar. Allir núverandi fulltrúar eru í framboði nú og fá þeir ekkert mótframboð, frekar en aðrir sem eru í framboði á ársþinginu.

Þetta kemur fram á vef KSÍ:

Kosning formanns

Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 65. ársþingi KSÍ í febrúar 2011. Tveggja ára kjörtímabili Geirs sem formanns lýkur á 67. ársþingi KSÍ 9. febrúar 2013.

Geir Þorsteinsson gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku. Önnur framboð bárust ekki.

Kosning í aðalstjórn

Tveggja ára kjörtímabili eftirtaldra í aðalstjórn KSÍ lýkur á 67. ársþingi KSÍ 9. febrúar nk.:

Í aðalstjórn

Gylfi Þór Orrason, varaformaður Reykjavík

Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri Reykjavík

Róbert Agnarsson Reykjavík

Vignir Már Þormóðsson Akureyri

Eftirtaldir hafa boðið sig fram til aðalstjórnar:

Gylfi Þór Orrason, varaformaður Reykjavík

Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri Reykjavík

Róbert Agnarsson Reykjavík

Vignir Már Þormóðsson Akureyri

Auk ofangreindra sitja í aðalstjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2014):

Gísli Gíslason Akranesi

Lúðvík S Georgsson, ritari Reykjavík

Ragnhildur Skúladóttir Reykjavík

Rúnar Arnarson Reykjanesbæ

Kosning aðalfulltrúa landsfjórðunga

Eins árs kjörtímabili aðalfulltrúa landsfjórðunganna lýkur á 67. ársþingi KSÍ 9. febrúar nk.:

Aðalfulltrúar landsfjórðunga

Björn Friðþjófsson Norðurland

Jakob Skúlason Vesturland

Tómas Þóroddsson Suðurland

Valdemar Einarsson Austurland

Eftirtaldir hafa boðið sig fram til aðalfulltrúa landsfjórðunga:

Björn Friðþjófsson Norðurland

Jakob Skúlason Vesturland

Tómas Þóroddsson Suðurland

Valdemar Einarsson Austurland

Kosning varamanna í aðalstjórn

Eins árs kjörtímabili varamanna í aðalstjórn lýkur á 67. ársþingi KSÍ 9. febrúar nk.:

Varamenn í aðalstjórn

Jóhann Torfason Ísafirði

Jóhannes Ólafsson Vestmannaeyjum

Þórarinn Gunnarsson Reykjavík

Eftirtaldir hafa boðið sig fram sem varamenn í aðalstjórn:

Jóhann Torfason Ísafirði

Jóhannes Ólafsson Vestmannaeyjum

Þórarinn Gunnarsson Reykjavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×